Aukin skattlagning leiðir til stöðnunar Sveinn Hjörtur Hjartarson skrifar 21. febrúar 2011 06:00 Auðlindagjald (veiðigjald) sem fyrirtæki í sjávarútveginum greiða til ríkisins fiskveiðiárið 2010-2011 nemur 2.700 til 2.900 milljónum króna. Gjaldið er reiknað sem 9,5% af vergri framlegð greinarinnar (EBITDA), þ.e. framlagi rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Þessi sérstaki skattur sem sjávarútvegurinn greiðir nemur 18% í hlutfalli af hagnaði greinarinnar að meðaltali síðastliðin tíu ár miðað við árgreiðsluaðferð Hagstofu Íslands. Auðvitað væri mun skynsamlegra að nýta þetta fjármagn til uppbyggingar í atvinnugreininni og fjárfesta í nýjum skipum og verkefnum. Um það er þó ekki að ræða. Þessi skattur var settur á í nafni sáttar í samfélaginu. Bolli Héðinsson hagfræðingur spyr hér nýverið í blaðinu hvort LÍÚ vilji ekki sátt og lætur eins og hann viti ekki um framangreindar skattgreiðslur. Það er ekki hægt að reka atvinnustarfsemi nema um hana ríki sátt. Sáttin þarf að vera við starfsmenn, viðskiptavini, ríkisvaldið og alla þá er hagsmuna eiga að gæta. Sátt getur hins vegar aldrei verið á forsendum þeirra sem gera ítrustu kröfur án tillits til sanngirni. Þórólfur Matthíasson prófessor bendir á þau augljósu sannindi í pistli sínum í Fréttablaðinu þann 15. febrúar sl. að tekjur útgerða muni skerðast við álagningu auðlindaskatts. Það kemur hins vegar undirrituðum á óvart að hann segist ekki þekkja samspil gengis og afkomu í sjávarútvegi. Það liggur í augum uppi að ofurskattlagning fiskveiða kallar á lækkun gengis krónunnar svo sjávarútvegurinn fái risið undir henni. Enn frekari lækkun krónunnar hefur í för með sér minni kaupmátt almennings eins og fólk hefur upplifað undanfarin misseri. Ríkissjóður fær fleiri skattkrónur við ofurskattlagninguna en eftir situr févana sjávarútvegur eins og Þórólfur staðfestir. Lífskjör alls almennings versna líka við lægra gengi, þótt Þórólfi kjósi að sniðganga þá staðreynd. Samfélagið mun tapa í heild. Óhófleg skattlagning leiðir af sér stöðnun í atvinnuppbyggingu. Það leiðir svo til samdráttar í skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma. Það er skammgóður vermir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Auðlindagjald (veiðigjald) sem fyrirtæki í sjávarútveginum greiða til ríkisins fiskveiðiárið 2010-2011 nemur 2.700 til 2.900 milljónum króna. Gjaldið er reiknað sem 9,5% af vergri framlegð greinarinnar (EBITDA), þ.e. framlagi rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Þessi sérstaki skattur sem sjávarútvegurinn greiðir nemur 18% í hlutfalli af hagnaði greinarinnar að meðaltali síðastliðin tíu ár miðað við árgreiðsluaðferð Hagstofu Íslands. Auðvitað væri mun skynsamlegra að nýta þetta fjármagn til uppbyggingar í atvinnugreininni og fjárfesta í nýjum skipum og verkefnum. Um það er þó ekki að ræða. Þessi skattur var settur á í nafni sáttar í samfélaginu. Bolli Héðinsson hagfræðingur spyr hér nýverið í blaðinu hvort LÍÚ vilji ekki sátt og lætur eins og hann viti ekki um framangreindar skattgreiðslur. Það er ekki hægt að reka atvinnustarfsemi nema um hana ríki sátt. Sáttin þarf að vera við starfsmenn, viðskiptavini, ríkisvaldið og alla þá er hagsmuna eiga að gæta. Sátt getur hins vegar aldrei verið á forsendum þeirra sem gera ítrustu kröfur án tillits til sanngirni. Þórólfur Matthíasson prófessor bendir á þau augljósu sannindi í pistli sínum í Fréttablaðinu þann 15. febrúar sl. að tekjur útgerða muni skerðast við álagningu auðlindaskatts. Það kemur hins vegar undirrituðum á óvart að hann segist ekki þekkja samspil gengis og afkomu í sjávarútvegi. Það liggur í augum uppi að ofurskattlagning fiskveiða kallar á lækkun gengis krónunnar svo sjávarútvegurinn fái risið undir henni. Enn frekari lækkun krónunnar hefur í för með sér minni kaupmátt almennings eins og fólk hefur upplifað undanfarin misseri. Ríkissjóður fær fleiri skattkrónur við ofurskattlagninguna en eftir situr févana sjávarútvegur eins og Þórólfur staðfestir. Lífskjör alls almennings versna líka við lægra gengi, þótt Þórólfi kjósi að sniðganga þá staðreynd. Samfélagið mun tapa í heild. Óhófleg skattlagning leiðir af sér stöðnun í atvinnuppbyggingu. Það leiðir svo til samdráttar í skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma. Það er skammgóður vermir.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun