Aukin skattlagning leiðir til stöðnunar Sveinn Hjörtur Hjartarson skrifar 19. febrúar 2011 10:49 Auðlindagjald (veiðigjald) sem fyrirtæki í sjávarútveginum greiða til ríkisins fiskveiðiárið 2010-2011 nemur 2.700 til 2.900 milljónum króna. Gjaldið er reiknað sem 9,5% af vergri framlegð greinarinnar (EBITDA), þ.e. framlagi rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Þessi sérstaki skattur sem sjávarútvegurinn greiðir nemur 18% í hlutfalli af hagnaði greinarinnar að meðaltali síðastliðin tíu ár miðað við árgreiðsluaðferð Hagstofu Íslands. Auðvitað væri mun skynsamlegra að nýta þetta fjármagn til uppbyggingar í atvinnugreininni og fjárfesta í nýjum skipum og verkefnum. Um það er þó ekki að ræða. Þessi skattur var settur á í nafni sáttar í samfélaginu. Bolli Héðinsson hagfræðingur spyr hér nýverið í blaðinu hvort LÍÚ vilji ekki sátt og lætur eins og hann viti ekki um framangreindar skattgreiðslur. Það er ekki hægt að reka atvinnustarfsemi nema um hana ríki sátt. Sáttin þarf að vera við starfsmenn, viðskiptavini, ríkisvaldið og alla þá er hagsmuna eiga að gæta. Sátt getur hins vegar aldrei verið á forsendum þeirra sem gera ítrustu kröfur án tillits til sanngirni. Þórólfur Matthíasson prófessor bendir á þau augljósu sannindi í pistli sínum í Fréttablaðinu þann 15. febrúar sl. að tekjur útgerða muni skerðast við álagningu auðlindaskatts. Það kemur hins vegar undirrituðum á óvart að hann segist ekki þekkja samspil gengis og afkomu í sjávarútvegi. Það liggur í augum uppi að ofurskattlagning fiskveiða kallar á lækkun gengis krónunnar svo sjávarútvegurinn fái risið undir henni. Enn frekari lækkun krónunnar hefur í för með sér minni kaupmátt almennings eins og fólk hefur upplifað undanfarin misseri. Ríkissjóður fær fleiri skattkrónur við ofurskattlagninguna en eftir situr févana sjávarútvegur eins og Þórólfur staðfestir. Lífskjör alls almennings versna líka við lægra gengi, þótt Þórólfi kjósi að sniðganga þá staðreynd. Samfélagið mun tapa í heild. Óhófleg skattlagning leiðir af sér stöðnun í atvinnuppbyggingu. Það leiðir svo til samdráttar í skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma. Það er skammgóður vermir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Auðlindagjald (veiðigjald) sem fyrirtæki í sjávarútveginum greiða til ríkisins fiskveiðiárið 2010-2011 nemur 2.700 til 2.900 milljónum króna. Gjaldið er reiknað sem 9,5% af vergri framlegð greinarinnar (EBITDA), þ.e. framlagi rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Þessi sérstaki skattur sem sjávarútvegurinn greiðir nemur 18% í hlutfalli af hagnaði greinarinnar að meðaltali síðastliðin tíu ár miðað við árgreiðsluaðferð Hagstofu Íslands. Auðvitað væri mun skynsamlegra að nýta þetta fjármagn til uppbyggingar í atvinnugreininni og fjárfesta í nýjum skipum og verkefnum. Um það er þó ekki að ræða. Þessi skattur var settur á í nafni sáttar í samfélaginu. Bolli Héðinsson hagfræðingur spyr hér nýverið í blaðinu hvort LÍÚ vilji ekki sátt og lætur eins og hann viti ekki um framangreindar skattgreiðslur. Það er ekki hægt að reka atvinnustarfsemi nema um hana ríki sátt. Sáttin þarf að vera við starfsmenn, viðskiptavini, ríkisvaldið og alla þá er hagsmuna eiga að gæta. Sátt getur hins vegar aldrei verið á forsendum þeirra sem gera ítrustu kröfur án tillits til sanngirni. Þórólfur Matthíasson prófessor bendir á þau augljósu sannindi í pistli sínum í Fréttablaðinu þann 15. febrúar sl. að tekjur útgerða muni skerðast við álagningu auðlindaskatts. Það kemur hins vegar undirrituðum á óvart að hann segist ekki þekkja samspil gengis og afkomu í sjávarútvegi. Það liggur í augum uppi að ofurskattlagning fiskveiða kallar á lækkun gengis krónunnar svo sjávarútvegurinn fái risið undir henni. Enn frekari lækkun krónunnar hefur í för með sér minni kaupmátt almennings eins og fólk hefur upplifað undanfarin misseri. Ríkissjóður fær fleiri skattkrónur við ofurskattlagninguna en eftir situr févana sjávarútvegur eins og Þórólfur staðfestir. Lífskjör alls almennings versna líka við lægra gengi, þótt Þórólfi kjósi að sniðganga þá staðreynd. Samfélagið mun tapa í heild. Óhófleg skattlagning leiðir af sér stöðnun í atvinnuppbyggingu. Það leiðir svo til samdráttar í skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma. Það er skammgóður vermir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar