Orkan okkar - Nýjar leiðir opnast ! Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar 16. febrúar 2011 06:00 p { margin-bottom: 0.08in; }a:link { } Framundan eru tímamótaákvarðanir um orkustefnu, um eign og nýtinu orkuauðlindanna og eignarhald á orkufyrirtækjum landsins. En hver á að taka þessar ákvarðanir? Stóra spurningin er um eign á orkufyrirtækjum; um einkarétt einkafyrirtækja eða opinberra á nýtingu og dreifingu orkuauðlinda. En þá spurningu þarf að mínu mati að setja fram á nýjan leik til að umræðan hafi einhverja merkingu á okkar tímum. Við þurfum í sameiningu að skilgreina hvað er þjóðar- eða almannaeign og leita leiða til að þróa nýtt form eignarhalds með tilliti til nýrrar tækni, nýrrar orkustefnu og öflugra lýðræðis. Mér hefur fundist sem deilan um eignarhald á orkufyrirtækjunum staðnæmist gjarnan við tvo gamla Kaldastríðs-valkosti sem í dag eru aðeins sýndarkostir. Einkavæðing í orkugeira er til dæmis rökstudd þannig að hún sé þó altént skárri en hinn kosturinn. En sem betur fer eru okkur að opnast nýjar leiðir.Raun ber vitni Krafa samtímans er um vaxandi siðferðis- og samfélagslega ábyrgð einkarekinna fyrirtækja. En hversu ábyrgir rekstraraðilarnir vilja vera, virðist einkahlutafélagið því miður ekki vera vettvangur ábyrgðar. Í öllu falli hefur einstaklingum, ríkjum og ríkjasamböndum reynst erfitt að sækja hlutafélög til ábyrgðar og skaðabótaskyldu eða hafa áhrif á stefnu þeirra. Þótt virtir jarðfræðingar segi að orkuauðlindina verði að nýta mjög skynsamlega svo hún haldi áfram að endurnýja sig, þá getum við því miður ekki treyst því að nýtingarstefna einkahlutafélagsins muni lúta rökum. Í skýrslunni Global experience with electricity liberalisation er skýrt frá afleiðingum einkavæðingar í raforkuiðnaði um allan heim: Einkavæðingin hefur hvergi leitt til raunverulegrar samkeppni á raforkumarkaði; rafmagnsverð til neytenda hefur alls staðar hækkað og þjónusta versnað; nýsköpun og tækniþróun hefur ekki skilað sér inn í orkugeirann; fjármagn hefur færst úr geiranum; ógagnsæi í viðskiptaumhverfi hefur aukist og lagarammar og eftirlitsstofnanir ekki náð að vernda neytendur. Niðurstaða skýrslunnar er að þróun og uppbygging orkufyrirtækja, sérstaklega á sviði endurnýjanlegrar orku, sé langtímaverkefni sem krefjist annars vegar framsýni og nýsköpunar, hins vegar stöðugleika. Reynsla síðustu tíu til tuttugu ára hafi sýnt að einkavæðing meginorkufyrirtækja sé ekki áreiðanlegur kostur vilji almenningur njóta góðs af nýtingunni (sjá orkuaudlindir.is).Forræðis- og leyndarhyggja Reynsla okkar af opinberu eignarhaldi á orkufyrirtækjum er ekki mikið betri en af einkarekstri. Á sínum tíma var þó uppbygging orkufyrirtækjanna samfélagslegt langtímaverkefni sem gaf stöðugleika og góðan árangur. Hvers vegna var ákveðið að byrja að selja þegar menn vissu að uppbyggingin lofaði góðu? Í orkuiðnaði tekur þróunarstarf langan tíma og er kostnaðarsamt en gróðinn getur líka orðið mjög mikill. Þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins, HS Orka, sem var lengst af byggt upp af hugsjón og heiðarleika hefur alla burði til að skila miklum arði til frambúðar ef farið er fram af skynsemi. Það er því óskiljanlegt að selja fyrirtækið á svo glæpsamlega góðu verði fyrir kaupandann, því salan skilar okkur sama og engu inn í hringrás hagkerfisins. Eva Joly benti á að nauðsynlega þyrfti að rannsaka söluferlið sem bæri merki spillingar og lögbrots. Eins þarf að bæta lögin og skrá orkuauðlindir í stjórnarskrá. Orkustefna hér á landi hefur hingað til ekki verið mótuð fyrir opnum tjöldum né almennilega til umræðu, m.a. vegna leyndar- og forræðishyggju til hægri og vinstri. Hér á landi hefur ríkt svokölluð stóriðjustefna, en réttmæti hennar hefur ekki verið hægt að ræða ofan í kjölinn vegna vöntunar á upplýsingum. En raun ber vitni, skýrslan um Kárahnjúka er til dæmis um óafturkræf og neikvæð hagræn, umhverfis- og samfélagsleg ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar. Rödd þjóðar og réttlæti Það liggja fyrir drög að fyrstu opinberu orkustefnu Íslands. Þau marka tímamót og lofa góðu en eru líka gagnrýniverð. Nú þurfum við að opna umræðuna í fyrsta sinn alveg upp á gátt og ræða um stefnuna frá öllum sjónarhornum; skapa vettvang þar sem rödd þjóðarinnar heyrist. Því það er þörf á rödd og sýn allra í viðleitni til að skapa nýja framtíðarsýn. Við þurfum að leggja mismunandi reynslu okkar, ímyndunarafl og visku í púkk og skapa okkur splunkunýja valkosti. Um allan heim er leitað logandi ljósi að nýju formi almenningsrekstrar. Gætum við kannski orðið leiðandi í þeirri leit? Endurnýjuð hugsun í orkunýtingu jarðarinnar helst í hendur við nýja lýðræðissýn. Og við ættum að fá að kjósa á þessum örlagaríku tímamótum. Við getum til dæmis kosið að endurheimta orkufyrirtækin frá sveitastjórnum, ríki, einkafyrirtækjum og hluthöfum, frá spillingu, forræðis- og leyndarhyggju. Ég hef þá trú að orkunýting geti vel verið á ábyrgð og í þágu almennings í framtíðinni. Við getum valið að byggja upp framsækinn og ábyrgan orkuiðnað þar sem nýstárlegur opinber rekstur í samvinnu við fjölbreyttan erlendan og innlendan einkarekstur, sprotafyrirtæki og þekkingarstofnanir, stuðlar að nýsköpun og framsækinni atvinnuþróun í sjálfbæru, arðbæru, vistvænu og lýðræðislegu ferli sem endurnýjar orku okkar og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
p { margin-bottom: 0.08in; }a:link { } Framundan eru tímamótaákvarðanir um orkustefnu, um eign og nýtinu orkuauðlindanna og eignarhald á orkufyrirtækjum landsins. En hver á að taka þessar ákvarðanir? Stóra spurningin er um eign á orkufyrirtækjum; um einkarétt einkafyrirtækja eða opinberra á nýtingu og dreifingu orkuauðlinda. En þá spurningu þarf að mínu mati að setja fram á nýjan leik til að umræðan hafi einhverja merkingu á okkar tímum. Við þurfum í sameiningu að skilgreina hvað er þjóðar- eða almannaeign og leita leiða til að þróa nýtt form eignarhalds með tilliti til nýrrar tækni, nýrrar orkustefnu og öflugra lýðræðis. Mér hefur fundist sem deilan um eignarhald á orkufyrirtækjunum staðnæmist gjarnan við tvo gamla Kaldastríðs-valkosti sem í dag eru aðeins sýndarkostir. Einkavæðing í orkugeira er til dæmis rökstudd þannig að hún sé þó altént skárri en hinn kosturinn. En sem betur fer eru okkur að opnast nýjar leiðir.Raun ber vitni Krafa samtímans er um vaxandi siðferðis- og samfélagslega ábyrgð einkarekinna fyrirtækja. En hversu ábyrgir rekstraraðilarnir vilja vera, virðist einkahlutafélagið því miður ekki vera vettvangur ábyrgðar. Í öllu falli hefur einstaklingum, ríkjum og ríkjasamböndum reynst erfitt að sækja hlutafélög til ábyrgðar og skaðabótaskyldu eða hafa áhrif á stefnu þeirra. Þótt virtir jarðfræðingar segi að orkuauðlindina verði að nýta mjög skynsamlega svo hún haldi áfram að endurnýja sig, þá getum við því miður ekki treyst því að nýtingarstefna einkahlutafélagsins muni lúta rökum. Í skýrslunni Global experience with electricity liberalisation er skýrt frá afleiðingum einkavæðingar í raforkuiðnaði um allan heim: Einkavæðingin hefur hvergi leitt til raunverulegrar samkeppni á raforkumarkaði; rafmagnsverð til neytenda hefur alls staðar hækkað og þjónusta versnað; nýsköpun og tækniþróun hefur ekki skilað sér inn í orkugeirann; fjármagn hefur færst úr geiranum; ógagnsæi í viðskiptaumhverfi hefur aukist og lagarammar og eftirlitsstofnanir ekki náð að vernda neytendur. Niðurstaða skýrslunnar er að þróun og uppbygging orkufyrirtækja, sérstaklega á sviði endurnýjanlegrar orku, sé langtímaverkefni sem krefjist annars vegar framsýni og nýsköpunar, hins vegar stöðugleika. Reynsla síðustu tíu til tuttugu ára hafi sýnt að einkavæðing meginorkufyrirtækja sé ekki áreiðanlegur kostur vilji almenningur njóta góðs af nýtingunni (sjá orkuaudlindir.is).Forræðis- og leyndarhyggja Reynsla okkar af opinberu eignarhaldi á orkufyrirtækjum er ekki mikið betri en af einkarekstri. Á sínum tíma var þó uppbygging orkufyrirtækjanna samfélagslegt langtímaverkefni sem gaf stöðugleika og góðan árangur. Hvers vegna var ákveðið að byrja að selja þegar menn vissu að uppbyggingin lofaði góðu? Í orkuiðnaði tekur þróunarstarf langan tíma og er kostnaðarsamt en gróðinn getur líka orðið mjög mikill. Þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins, HS Orka, sem var lengst af byggt upp af hugsjón og heiðarleika hefur alla burði til að skila miklum arði til frambúðar ef farið er fram af skynsemi. Það er því óskiljanlegt að selja fyrirtækið á svo glæpsamlega góðu verði fyrir kaupandann, því salan skilar okkur sama og engu inn í hringrás hagkerfisins. Eva Joly benti á að nauðsynlega þyrfti að rannsaka söluferlið sem bæri merki spillingar og lögbrots. Eins þarf að bæta lögin og skrá orkuauðlindir í stjórnarskrá. Orkustefna hér á landi hefur hingað til ekki verið mótuð fyrir opnum tjöldum né almennilega til umræðu, m.a. vegna leyndar- og forræðishyggju til hægri og vinstri. Hér á landi hefur ríkt svokölluð stóriðjustefna, en réttmæti hennar hefur ekki verið hægt að ræða ofan í kjölinn vegna vöntunar á upplýsingum. En raun ber vitni, skýrslan um Kárahnjúka er til dæmis um óafturkræf og neikvæð hagræn, umhverfis- og samfélagsleg ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar. Rödd þjóðar og réttlæti Það liggja fyrir drög að fyrstu opinberu orkustefnu Íslands. Þau marka tímamót og lofa góðu en eru líka gagnrýniverð. Nú þurfum við að opna umræðuna í fyrsta sinn alveg upp á gátt og ræða um stefnuna frá öllum sjónarhornum; skapa vettvang þar sem rödd þjóðarinnar heyrist. Því það er þörf á rödd og sýn allra í viðleitni til að skapa nýja framtíðarsýn. Við þurfum að leggja mismunandi reynslu okkar, ímyndunarafl og visku í púkk og skapa okkur splunkunýja valkosti. Um allan heim er leitað logandi ljósi að nýju formi almenningsrekstrar. Gætum við kannski orðið leiðandi í þeirri leit? Endurnýjuð hugsun í orkunýtingu jarðarinnar helst í hendur við nýja lýðræðissýn. Og við ættum að fá að kjósa á þessum örlagaríku tímamótum. Við getum til dæmis kosið að endurheimta orkufyrirtækin frá sveitastjórnum, ríki, einkafyrirtækjum og hluthöfum, frá spillingu, forræðis- og leyndarhyggju. Ég hef þá trú að orkunýting geti vel verið á ábyrgð og í þágu almennings í framtíðinni. Við getum valið að byggja upp framsækinn og ábyrgan orkuiðnað þar sem nýstárlegur opinber rekstur í samvinnu við fjölbreyttan erlendan og innlendan einkarekstur, sprotafyrirtæki og þekkingarstofnanir, stuðlar að nýsköpun og framsækinni atvinnuþróun í sjálfbæru, arðbæru, vistvænu og lýðræðislegu ferli sem endurnýjar orku okkar og réttlæti.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun