Handbolti

Bjarte Myrhol farinn að æfa aftur með Rhein-Neckar Löwen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarte Myrhol.
Bjarte Myrhol. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Norski landsliðslínumaðurinn Bjarte Myrhol er farinn að æfa aftur hjá Guðmundi Guðmundssyni hjá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen eftir að hafa gengist undir krabbameinsaðgerð í ágúst.

Myrhol greindist með krabbamein í eista í lok sumar og fór í aðgerð fyrir einum og hálfum mánuði. Í framhaldinu tók síðan við lyfjameðferð sem reyndi mikið á Norðmanninn.

„Já, ég er byrjaður að æfa en ég er í hræðilegu formi og hef ekki hugmynd um það hvenær ég geta spilað á ný. Ég mun örugglega byrja að spila fimm mínútur, svo sjö mínútur og svo framvegis," sagði Bjarte Myrhol í viðtali við Aftenposten.

Myrhol hefur sett stefnuna á það að vera með norska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. „Ég ætla að vera með í Serbíu. Það á eftir að koma í ljós hversu mikið ég get hjálpað liðinu því það mun taka mig ár að komast í sama form og áður," sagði Myrhol.

Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson hefur leyst Bjarte Myrhol af á línunni hjá Rhein-Neckar Löwen það sem af er þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×