Málefnaleg rökræða um ný tækifæri í heilbrigðisþjónustu Gunnar Ármannsson skrifar 25. janúar 2011 06:00 Nýverið hefur í dagblöðum og ljósvakamiðlum birst gagnrýni á fyrirhuguð áform um innflutning á erlendum sjúklingum til Íslands. M.a. hefur Ögmundur Jónasson innríkisráðherra, verið duglegur að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þrátt fyrir gagnrýni hans hefur hann þó látið hafa eftir sér að svo fremi sem ekki verði grafið undan almannaþjónustunni og skattfé borgaranna ekki notað þá sé hann ekki mótfallinn hugmyndunum. Það er ánægjulegt og tímabært að þessi umræða fari fram og fái þá athygli sem eðlilegt er fyrir nýjar hugmyndir sem geta haft víðtæk áhrif til framtíðar. Hingað til hafa sumir þeirra sem um málið hafa fjallað á opinberum vettvangi gert það af takmarkaðri þekkingu og fordómum. Á það sérstaklega við um þann markað sem verið er að leita á og jafnframt um áform þeirra sem eru að reyna að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Því er mikilvægt að rökræða um málefnið fari fram þannig að unnt sé draga fram í sviðsljósið kosti og galla þessara áforma. Til að umræðan verði málefnaleg er æskilegt að talsmenn beggja sjónarmiða, með og á móti, temji sér slíka nálgun. Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson gera aðstandendum þessara áforma upp fyrirætlanir eins og að til standi að komast inn bakdyramegin inn í íslenska heilbrigðiskerfið og að koma hér upp tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hvað varðar áform PrimaCare stendur hvorugt til og fékk Ögmundur Jónasson frá fyrstu hendi upplýsingar um það á næstsíðasta degi hans í embætti heilbrigðisráðherra. Ingibjörg hefur ekki óskað eftir neinum upplýsingum um áform PrimaCare áður en hún ákvað að gera forsvarsmönnum fyrirtækisins upp ímyndaðar fyrirætlanir. Að sjálfsögðu er aðeins hægt að drepa á fá atriði í stuttri grein sem þessari en ég vænti þess að á næstu vikum og mánuðum muni verða áframhaldandi umræða um þessi áform. Það er einnig von mín að þeir sem vilja leggja rökræðunni gott til geri það á uppbyggilegan hátt með það í huga hvernig við getum best tryggt að ný starfsemi fái brautargengi og geti skapað störf og gjaldeyristekjur án þess að raska því kerfi sem við viljum búa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hefur í dagblöðum og ljósvakamiðlum birst gagnrýni á fyrirhuguð áform um innflutning á erlendum sjúklingum til Íslands. M.a. hefur Ögmundur Jónasson innríkisráðherra, verið duglegur að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þrátt fyrir gagnrýni hans hefur hann þó látið hafa eftir sér að svo fremi sem ekki verði grafið undan almannaþjónustunni og skattfé borgaranna ekki notað þá sé hann ekki mótfallinn hugmyndunum. Það er ánægjulegt og tímabært að þessi umræða fari fram og fái þá athygli sem eðlilegt er fyrir nýjar hugmyndir sem geta haft víðtæk áhrif til framtíðar. Hingað til hafa sumir þeirra sem um málið hafa fjallað á opinberum vettvangi gert það af takmarkaðri þekkingu og fordómum. Á það sérstaklega við um þann markað sem verið er að leita á og jafnframt um áform þeirra sem eru að reyna að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Því er mikilvægt að rökræða um málefnið fari fram þannig að unnt sé draga fram í sviðsljósið kosti og galla þessara áforma. Til að umræðan verði málefnaleg er æskilegt að talsmenn beggja sjónarmiða, með og á móti, temji sér slíka nálgun. Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson gera aðstandendum þessara áforma upp fyrirætlanir eins og að til standi að komast inn bakdyramegin inn í íslenska heilbrigðiskerfið og að koma hér upp tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hvað varðar áform PrimaCare stendur hvorugt til og fékk Ögmundur Jónasson frá fyrstu hendi upplýsingar um það á næstsíðasta degi hans í embætti heilbrigðisráðherra. Ingibjörg hefur ekki óskað eftir neinum upplýsingum um áform PrimaCare áður en hún ákvað að gera forsvarsmönnum fyrirtækisins upp ímyndaðar fyrirætlanir. Að sjálfsögðu er aðeins hægt að drepa á fá atriði í stuttri grein sem þessari en ég vænti þess að á næstu vikum og mánuðum muni verða áframhaldandi umræða um þessi áform. Það er einnig von mín að þeir sem vilja leggja rökræðunni gott til geri það á uppbyggilegan hátt með það í huga hvernig við getum best tryggt að ný starfsemi fái brautargengi og geti skapað störf og gjaldeyristekjur án þess að raska því kerfi sem við viljum búa við.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar