Sterk staða Íslands Steingrímur J. Sigfússon skrifar 31. desember 2011 13:00 Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Fyrir Ísland, sem og heimsbyggðina alla, eru þetta alvarlegir atburðir, en það vill gleymast að Evrópa er lang mikilvægasti markaðurinn fyrir útflutningsafurðir okkar. Vandi margra þjóða í Evrópu og fremur dauflegar horfur sýnir að það er hægara sagt en gert að sigrast á djúpstæðum efnahagserfiðleikum, hvað þá hruni eins og hér varð í október 2008. Á heimsvísu var árið 2011 ár bæði vona og vonbrigða. Vonir um aukið lýðræði og manneskjulegra stjórnarfar vöknuðu í nokkrum löndum arabaheimsins, en í baráttunni við loftslagsbreytingar tókst með naumindum að afstýra algerri uppgjöf. Fjölmiðlar fluttu sinn venjulega skammt af fréttum um átök, hungur og náttúruhamfarir í bland við glansmynda- og hneykslismál ríka og fræga fólksins. Hvernig hinum venjulegu meðal Jónum og Gunnum heimsins vegnar er erfiðara að segja. Svo mikið er víst að sameiginlega bíða mannkynsins gríðarleg úrlausnarefni og tíminn til að takast á við þau gengur hratt til þurrðar.Út úr kreppunni Ef við lítum okkur nær og reynum að svara spurningunni; hvernig stendur Ísland að vígi undir lok árs 2011, þá er svarið í mínum huga nokkuð ljóst. Íslandi hefur tekist það sem í mörgum öðrum Evrópulöndum ríkir tvísýna um, þ.e. að ná tökum á erfiðleikum sínum með trúverðugum hætti. Og árangur Íslands er enn markverðari í ljósi þess að hrunið á Íslandi var það umfangsmesta í álfunni, því um var að ræða allt í senn: bankahrun, gjaldmiðla- og skuldakreppu. Landið og stjórnvöld höfðu glatað öllum trúverðugleika sínum og hávær umræða var um að ekkert annað en þjóðargjaldþrot biði Íslendinga. Munurinn á stöðu landsins þá og nú er sláandi eins og fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar hafa bent á, m.a. á ráðstefnu fyrr í vetur um lærdóma Íslands af hruninu. Á næsta ári stefnir í að afgangur á venjubundnum rekstri ríkisins, svonefndur frumjöfnuður, verði upp á 40 mia. kr. sem þýðir að ríkissjóður getur farið að grynnka á þeim ógnarskuldum sem hann tók á sig við hrunið. Þannig mun skuldastaða ríkissjóðs fara lækkandi á næstu árum.Lífskjarasóknin hafin Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum þessa árs var sterkari en nokkur þorði að vona eða vöxtur upp á 3,7%. Með auknum krafti í efnahagslífinu og tímamótasamningum á vinnumarkaði síðastliðið sumar hefur staða almennings rést við þegar er litið er til launaþróunar. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 3,7% undanfarna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar en vísitala kaupmáttar launa var 111,2 í nóvember sem er svipað og hún var um áramótin 2004-2005. Á þeim 31 mánuði sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar tók við völdum hefur kaupmáttur launa aukist um 3,3%. Í fyrsta sinn um langt árabil fara nú skuldir heimilanna lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Það ásamt fjárhagslegri endurskipulagningu þúsunda fyrirtækja leggur grunn að áframhaldandi og frekari efnahagsbata. Undirstöður og innviðir íslensks þjóðarbúskapar eru þrátt fyrir allt sem hér gerðist sterkar. Við erum ríkulega búin af auðlindum sem á komandi áratugum geta orðið uppspretta velsældar ef rétt er á málum haldið í heimi þar sem fæða þarf sífellt fleiri munna og endurnýjanleg orka verður gulli betri.Forgangsmál að draga úr atvinnuleysi Á nýju ári verður forgangsverkefni að ná niður atvinnuleysi. Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins hefur vaxið um 13% frá fyrra ári. Og það sem mikilvægast er, í hagkerfinu eru nú farin að skapast störf aftur. Síðan atvinnuleysið náði hámarki sínu á síðasta ári hafa orðið til 5.000 ný störf og til viðbótar því hafa fjölmörg vinnumarkaðsúrræði verið sett í gang til að aðstoða fólk af atvinnuleysisskrá. Þannig hefur náðst markverður árangur í baráttunni við atvinnuleysið þó það sé vissulega enn okkar mesta böl ásamt með erfiðri skuldastöðu margra heimila. Með batnandi efnahag vonum við að sú staða breytist jafnframt til hins betra. Ég þakka Fréttablaðinu og lesendum þess samfylgdina á árinu og óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Fyrir Ísland, sem og heimsbyggðina alla, eru þetta alvarlegir atburðir, en það vill gleymast að Evrópa er lang mikilvægasti markaðurinn fyrir útflutningsafurðir okkar. Vandi margra þjóða í Evrópu og fremur dauflegar horfur sýnir að það er hægara sagt en gert að sigrast á djúpstæðum efnahagserfiðleikum, hvað þá hruni eins og hér varð í október 2008. Á heimsvísu var árið 2011 ár bæði vona og vonbrigða. Vonir um aukið lýðræði og manneskjulegra stjórnarfar vöknuðu í nokkrum löndum arabaheimsins, en í baráttunni við loftslagsbreytingar tókst með naumindum að afstýra algerri uppgjöf. Fjölmiðlar fluttu sinn venjulega skammt af fréttum um átök, hungur og náttúruhamfarir í bland við glansmynda- og hneykslismál ríka og fræga fólksins. Hvernig hinum venjulegu meðal Jónum og Gunnum heimsins vegnar er erfiðara að segja. Svo mikið er víst að sameiginlega bíða mannkynsins gríðarleg úrlausnarefni og tíminn til að takast á við þau gengur hratt til þurrðar.Út úr kreppunni Ef við lítum okkur nær og reynum að svara spurningunni; hvernig stendur Ísland að vígi undir lok árs 2011, þá er svarið í mínum huga nokkuð ljóst. Íslandi hefur tekist það sem í mörgum öðrum Evrópulöndum ríkir tvísýna um, þ.e. að ná tökum á erfiðleikum sínum með trúverðugum hætti. Og árangur Íslands er enn markverðari í ljósi þess að hrunið á Íslandi var það umfangsmesta í álfunni, því um var að ræða allt í senn: bankahrun, gjaldmiðla- og skuldakreppu. Landið og stjórnvöld höfðu glatað öllum trúverðugleika sínum og hávær umræða var um að ekkert annað en þjóðargjaldþrot biði Íslendinga. Munurinn á stöðu landsins þá og nú er sláandi eins og fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar hafa bent á, m.a. á ráðstefnu fyrr í vetur um lærdóma Íslands af hruninu. Á næsta ári stefnir í að afgangur á venjubundnum rekstri ríkisins, svonefndur frumjöfnuður, verði upp á 40 mia. kr. sem þýðir að ríkissjóður getur farið að grynnka á þeim ógnarskuldum sem hann tók á sig við hrunið. Þannig mun skuldastaða ríkissjóðs fara lækkandi á næstu árum.Lífskjarasóknin hafin Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum þessa árs var sterkari en nokkur þorði að vona eða vöxtur upp á 3,7%. Með auknum krafti í efnahagslífinu og tímamótasamningum á vinnumarkaði síðastliðið sumar hefur staða almennings rést við þegar er litið er til launaþróunar. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 3,7% undanfarna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar en vísitala kaupmáttar launa var 111,2 í nóvember sem er svipað og hún var um áramótin 2004-2005. Á þeim 31 mánuði sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar tók við völdum hefur kaupmáttur launa aukist um 3,3%. Í fyrsta sinn um langt árabil fara nú skuldir heimilanna lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Það ásamt fjárhagslegri endurskipulagningu þúsunda fyrirtækja leggur grunn að áframhaldandi og frekari efnahagsbata. Undirstöður og innviðir íslensks þjóðarbúskapar eru þrátt fyrir allt sem hér gerðist sterkar. Við erum ríkulega búin af auðlindum sem á komandi áratugum geta orðið uppspretta velsældar ef rétt er á málum haldið í heimi þar sem fæða þarf sífellt fleiri munna og endurnýjanleg orka verður gulli betri.Forgangsmál að draga úr atvinnuleysi Á nýju ári verður forgangsverkefni að ná niður atvinnuleysi. Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins hefur vaxið um 13% frá fyrra ári. Og það sem mikilvægast er, í hagkerfinu eru nú farin að skapast störf aftur. Síðan atvinnuleysið náði hámarki sínu á síðasta ári hafa orðið til 5.000 ný störf og til viðbótar því hafa fjölmörg vinnumarkaðsúrræði verið sett í gang til að aðstoða fólk af atvinnuleysisskrá. Þannig hefur náðst markverður árangur í baráttunni við atvinnuleysið þó það sé vissulega enn okkar mesta böl ásamt með erfiðri skuldastöðu margra heimila. Með batnandi efnahag vonum við að sú staða breytist jafnframt til hins betra. Ég þakka Fréttablaðinu og lesendum þess samfylgdina á árinu og óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar