Erlent

Íranir vilja ræða málin

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans. Mynd/AP
Íranir ætla að óska eftir fundi með Bandaríkjamönnum, Rússum, Kínverjum, Bretum, Frökkum og Þjóðverjum til að ræða kjarnorkuáætlanir landsins, þetta hefur íranski sendiherrann í Þýskalandi tilkynnt um. Helsti samningamaður Írana um kjarnorkumál mun senda utanríkismálastjóra Evrópusambandsins bréf innan skamms og biðja hann um að undirbúa viðræðurnar.

Utanríkisráðherra Þýskalands, hefur áður sagt að viðræður við Írani hefjist ekki nema klárt sé að þeir auðgi ekki úraníum en vestræn ríki óttast að þarlend yfirvöld stundi framleiðslu á kjarnorkuvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×