Erlent

Múslimar sækja innblástur til Íslands

Óli Tynes skrifar

Það er engu líkara en breskir múslimar hafi sótt sér lexíu til Íslands um hvernig þeir gætu bætt ímynd sína.

Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að 58 prósent Breta tengdi islamstrú við öfgastefnu, 50 prósent tengdu hana við hryðjuverk og 68 prósent tengdu hana kúgun kvenna.

Múslimar hafa því hrundið af stað herferð til þess að bæta þessa ímynd. Einn þeirra sagði að múslimar væru í raun í sömu stöðu og knattspyrnuaðdáendur.

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra væri friðsamt indælis fólk, en örfáar fótboltabullur skemmdu þá ímynd.

Og eins og íslensk stjórnvöld og ferðaþjónustan hrundu af stað auglýsingaátakinu Inspired by Iceland, hafa breskir múslimar hrundið af stað herferð undir kjörorðinu Inspired by Muhammad.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×