Erlent

FBI birtir leyniskjöl um Kennedy

Edward Kennedy.
Edward Kennedy.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt fjölmörg leyniskjöl um Edward Kennedy, fyrrum öldungadeildarþingmann. Flest þeirra fjalla um morðhótanir gegn honum en þar er lítið að finna um bílslys þegar Edward varð valdur að dauða vinkonu sinnar í júlímánuði árið 1969. Hann fór af vettvangi án þess að tilkynna slysið, en baðst síðar afsökunar á því.

Bræður hans, John og Robert, voru báðir myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. Edward var margoft hótað lífláti um tveggja áratugskeið en sú síðasta barst árið 1985. Honum fékk flestar morðhótanir þegar hann sóttist eftir því að verða forsetaefni demókrata árið 1980 en þá keypti hann við Jimmy Carter, þáverandi forseta.

Edward var fyrst kosinn í öldungadeild Bandaríkjanna í nóvember árið 1962. Hann hafði verið þingmaður í heil 47 ár þegar hann lést í ágúst á síðasta ára af völdum krabbameins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×