Erlent

Sjóræningjar berjast um lausnarfé

Sómalskir sjóræningjar börðust í nótt innbyrðis vegna deilna um risastórt lausnargjald sem grískt skipafélag greiddi í gær fyrir tankskip sem sjóræningjar hafa haft í haldi síðan í nóvember. Lausnargjaldið er talið hafa numið allt að sjö milljónum dollara og var því sleppt úr þyrlu á þilfar skipsins. Átökin hafa haft það í för með sér að ræningjarnir um borð í skipinu geta ekki farið í land því þeir sem þar eru telja sig eiga hluta lausnargjaldsins. Því er skipið og 28 manna áhöfn þess enn í klóm ræningjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×