Lífið

Pétur Jóhann í stellingum fyrir næsta Essasú æði

Pétur Jóhann Sigfússon hefur slegið í gegn með flestallar þær persónur sem hann hefur skapað og nú virðist enn annar í fæðingu, Náttúrubarnið.

Hér á Youtube má sjá smá sýnishorn frá upptökum á nýrri sjónvarpsauglýsingu fyrir Vodafone. Þar má sjá Pétur í múnderingu útivistaráhugamanns sem lendir í ýmsum ævintýrum. Spurning hvort þessi nýja persóna eigi eftir að kitla hláturtaugarnar og buna út úr sér nýjum frösum sem þjóðin fær á heilann eins og Essasú froskurinn.

Reynir Lyngdal leikstjóri virðist allavega eiga erfitt með að halda niður í sér hlátrinum milli þess sem hann leikstýrir Pétri Jóhanni í myndbandinu.

Hér er myndband frá tökum á Náttúrubarninu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.