Erlent

Indíáninn og tvöfaldi regnboginn hans -myndband

Óli Tynes skrifar

Yfir fjórtán milljónir manna hafa skoðað myndbandið af Bear Vazques og tvöfalda regnboganum hans.

Bear Vasques er af indíánaættum og í sterkum tengslum við náttúruna. Hann varð því himinlifandi og nánast grátklökkur þegar hann náði mynd af tvöföldum regnboga.

Vazques var kallaður til í marga sjónvarpsþætti meðal annars hjá Jimmy nokkrum Kimmel.

Og einsog við var að búast af netsnillingum er nú búið að gera tónlistarútgáfu af myndbandi Bears Vazques.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×