Enski boltinn

Berbatov teiknar skopmyndir af leikmönnum Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Dimitar Berbatov virðist hafa dulinn hæfileika því nú hefur komið í ljós að hann teiknar skopmyndir.

Þegar Berbatov vill slaka á þá leikur hann sér við að teikna skopmyndir af félögum sínum í United-liðinu.

"Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna og get teiknað allt sem ég sé. Ég byrjaði svo að gera skopmyndir af félögunum og það sló í gegn," sagði búlgarski framherjinn.

Berbatov þorði ekki að teikna skopmynd af stjóranum, Sir Alex Ferguson, á meðan hann gat ekkert en þar sem hann er loksins farinn að spila þokkalega lét hann vaða og teiknaði mynd af stjóranum.

Engum sögum fer af viðbrögðum stjórans við myndinni enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×