Erlent

Fréttaþulur á nærunum -myndband

Óli Tynes skrifar
Hmmm.
Hmmm.

Slóvenski fréttaþulurinn var óaðfinnanlega klæddur. Í jakka, hvítri skyrtu og með bindi.

Þegar fréttatímanum lauk sneri hans sér hinsvegar við til þess að tala við samstarfskonu sína og þá kom í ljós að að neðan var hann í nærbuxum einum fata.

Þau tvö voru afskaplega afslöppuð yfir þessu sem bendir til þess að ekki sé óvanalegt að þulir lesi fréttir þannig klæddir.

Þetta hefur náttúrlega slegið í gegn á YouTube. Hér væri vel hægt að nafngreina íslenska fréttaþuli sem hafa gert eitthvað svipað.

En það verður náttúrlega ekki gert.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×