Erlent

George Michael í grjótið

Breska poppstjarnan George Michael var í gær dæmdur í átta vikna fangelsi fyrir að hafa klessukeyrt Range Rover jeppann sinn undir áhrifum kannabisefna.

Michael þarf að afplána fjórar vikur á bakvið lás og slá en síðan fær hann að fara á skilorð. Hann missir einig ökuréttindin í fimm ár auk þess sem hann var dæmdur til þess að greiða rúmlega 1300 pund í sekt, eða um 250 þúsund krónur íslenskar.

Hinn 47 ára gamli söngvari er sagður hafa andvarpað sáran þegar dómarinn felldi úrskurð sinn. Síðan var hann færður í klefann sem hann mun gista næsta mánuðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×