Innlent

Öryggi sund­staða aukið

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Ítarlegri kröfur um öryggiskerfi og laugargæslu eru gerðar í nýrri reglugerð um sund­staði sem Svan­dís Svavarsdóttir umhverfis­ráðherra hefur undirritað.

„Þá eru auknar kröfur gerðar um öryggi barna og sérstakar kröfur gerðar til sundlaugavarða, kennara og þjálfara,“ segir í tilkynningu umhverfis­ráðu­neytisins. Við hönnun nýrra lauga og endur­gerð eldri skal gera ráð fyrir nauðsynlegri lýsingu og öryggiskerfi á borð við myndavélar. Þá eiga sundstaðir að hafa stöðuga laugargæslu meðan gestir eru í laug. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×