Hamilton: Á enn möguleika á titlinum 18. október 2010 13:45 Lewis Hamilton verður einbeittur í lokamótunum með McLaren, en hann á enn möguleika á meistaratitlinum. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Þetta er að verða erfiðara. Ég geri mér grein fyrir því, en við svona aðstæður þá minnist ég ársins 2007 og við sjáum hvað gerðist í síðustu 2-3 mótunum þá. Ég held að Kimi (Raikkönen) hafi verið 17 stigum á eftir þegar tvö mót voru eftir, en hann varð samt meistari. Ég hef lært oftar en einu sinni að titilinn er ekki kominn í hús fyrr en á síðustu stundu. Ég hef því ekki gefist upp", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton gekk heldur illa í síðustu keppni sem var í Japan. Hann fór útaf á fyrstu föstudagsæfingunni og skemmdi bíllinn og tapaði dýrmætum æfingatíma. Svo fékk hann fimm sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Í keppninni bilaði svo þriðji gírinn og hann lauk keppni í fimmta sæti. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir næsta mót, en fær ekki refsingu fyrir það eins og í síðustu keppni. Þrátt fyrir ólán í mótum upp á síðkastið, þá heldur Hamilton í möguleika sína á titlinum. "Það er jákvætt að ég komst í endamark, náði í stig og hélt lífi í möguleikanum. Við höfum séð hvað titilslagurinn snýst mikið um þolgæði og hvert stig skiptir máli." "Ég vill sigra á ný og ég fer til Kóreu með þá trú að það geti gerst. Og hver veit, ef það gerist og keppinautarnir nái ekki stigum, þá eykst möguleiki minn á ný", sagði Hamilton. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Þetta er að verða erfiðara. Ég geri mér grein fyrir því, en við svona aðstæður þá minnist ég ársins 2007 og við sjáum hvað gerðist í síðustu 2-3 mótunum þá. Ég held að Kimi (Raikkönen) hafi verið 17 stigum á eftir þegar tvö mót voru eftir, en hann varð samt meistari. Ég hef lært oftar en einu sinni að titilinn er ekki kominn í hús fyrr en á síðustu stundu. Ég hef því ekki gefist upp", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton gekk heldur illa í síðustu keppni sem var í Japan. Hann fór útaf á fyrstu föstudagsæfingunni og skemmdi bíllinn og tapaði dýrmætum æfingatíma. Svo fékk hann fimm sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Í keppninni bilaði svo þriðji gírinn og hann lauk keppni í fimmta sæti. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir næsta mót, en fær ekki refsingu fyrir það eins og í síðustu keppni. Þrátt fyrir ólán í mótum upp á síðkastið, þá heldur Hamilton í möguleika sína á titlinum. "Það er jákvætt að ég komst í endamark, náði í stig og hélt lífi í möguleikanum. Við höfum séð hvað titilslagurinn snýst mikið um þolgæði og hvert stig skiptir máli." "Ég vill sigra á ný og ég fer til Kóreu með þá trú að það geti gerst. Og hver veit, ef það gerist og keppinautarnir nái ekki stigum, þá eykst möguleiki minn á ný", sagði Hamilton.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira