Schumacher fylgjandi nýjum mótssvæðum 18. október 2010 15:29 Nico Rosberg og Michael Schumacher börðust af kappi innbyrðis í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg. Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg.
Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira