Erlent

Versti kynferðisafbrotamaður Noregs dæmdur í 9 ára fangelsi

Versti kynferðisafbrotamaður í sögu Noregs hefur verið dæmdur í níu ára óskilorðsbundið fangelsi. Hann var dæmdur fyrir kynferðisafbrot gegn 66 drengjum undir lögaldri.

Maðurinn sem hér um ræðir er milljónamæringurinn Erik Andersen en hann gekk undir viðurnefninu Vasamaðurinn eða Lommemanden. Viðurnefnið fékk hann vegna þess að hann lokkaði unga drengi til að stinga hendi sinni í vasa sinn en hann hafði klippt gat á vasann og var ekki í nærbuxum.

Brotin fóru aðallega fram á opinberum stöðum í suðurhluta Noregs og náðu yfir tímabilið frá áttunda áratugnum og fram til ársins 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×