Vegið að hagsmunum almennings 22. janúar 2010 06:00 Eiríkur Tómasson skrifar um sjávarútvegsmál. Áform stjórnarflokkanna um fyrningu aflaheimilda voru kynnt í aðdraganda alþingiskosninga sl. vor. Þau voru svo skjalfest í samstarfssamningi flokkanna að kosningum loknum. Þetta útspil er ekki aðeins vanhugsað heldur hróplega ósanngjarnt gagnvart þeim, sem hafa treyst stefnunni í fiskveiðistjórnun frá árinu 1984 og stofnað til skuldbindinga í samræmi við lög frá Alþingi í því trausti að stjórnkerfi fiskveiða væri varanlegt. Fram til þessa hafa stjórnvöld neitað að horfast í augu við þá staðreynd að fyrning aflaheimilda ógnar framtíð sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrningin vegur að tekjugrunni þeirra og rýrir um leið hag allra þeirra sem starfa við sjávarútveg. Kostnaðurinn við leigu aflaheimilda - sem fyrirtækin hafa þegar keypt en á nú að fyrna um 5% á ári - bætist ofan á aðra rekstrarþætti á borð við olíu- og viðhaldskostnað, veiðarfæri, tryggingar o.fl. Þeim verður ekki hnikað til svo auðveldlega. Það þarf ekki ýkja mikið hugmyndaflug til að sjá hvar hægt yrði að skera niður í rekstrarkostnaði. Tekjuskerðing fyrirtækjanna leiðir svo aftur til lægri skatttekna sveitarfélaga og hefur þar með beinar afleiðingar á rekstur þeirra og þjónustu. Að vega að rekstrargrundvelli sjávarútvegsfyrirtækja er að vega að hagsmunum almennings.Keyrir fyrirtækin í þrotForsætisráðherra hélt því fram að stjórnvöld hefðu látið kanna hver áhrifin yrðu af fyrningu aflaheimilda. Þrátt fyrir að átta mánuðir séu liðnir frá þeim ummælum bólar enn ekkert á umræddri úttekt. Sú staðreynd rennir enn frekari stoðum undir málflutning okkar útvegsmanna. Við höfum ítrekað bent á hversu skaðlegar þessar hugmyndir eru. Það þarf auðvitað ekki neinar sérfræðilegar úttektir til að sýna fram á að fyrningarleið mun draga allan mátt úr rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á stuttum tíma. Meðalútgerðarfyrirtæki kemst í þrot á fjórum árum verði þessi leið farin, svo einfalt er það. Þetta vita útvegsmenn sem margir hverjir búa að áratugareynslu í rekstri fyrirtækja. Ég lít svo á að fyrsta skrefið í þessum áformum stjórnvalda sé stigið með því frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þar er boðuð heimild til ráðstöfunar á allt að 4000 tonnum af skötusel utan aflamarks á þessu og næsta fiskveiðiári. Nauðsynlegt er að samkomulag náist um að leggja frumvarpið til hliðar og vinna að sátt á raunhæfum grunni í endurskoðunarnefndinni, sem útgerðarmenn og fiskverkendur eiga aðild að. Þjóðin borgar brúsannÓvissan sem fylgir hugmyndum um fyrningu aflaheimilda er eyðileggjandi. Framtíðaráform sjávarútvegsfyrirtækja eru nú sett í uppnám við þær aðstæður í samfélaginu þegar mikilvægt er að hjól atvinnulífsins snúist sem hraðast. Þeirri ógn, sem vofir yfir sjávarútveginum með stefnu um fyrningu aflaheimilda, verður að eyða áður en óbætanlegt tjón hlýst af. Tapið lendir nefnilega á þjóðinni allri. Höfundur er framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Eiríkur Tómasson skrifar um sjávarútvegsmál. Áform stjórnarflokkanna um fyrningu aflaheimilda voru kynnt í aðdraganda alþingiskosninga sl. vor. Þau voru svo skjalfest í samstarfssamningi flokkanna að kosningum loknum. Þetta útspil er ekki aðeins vanhugsað heldur hróplega ósanngjarnt gagnvart þeim, sem hafa treyst stefnunni í fiskveiðistjórnun frá árinu 1984 og stofnað til skuldbindinga í samræmi við lög frá Alþingi í því trausti að stjórnkerfi fiskveiða væri varanlegt. Fram til þessa hafa stjórnvöld neitað að horfast í augu við þá staðreynd að fyrning aflaheimilda ógnar framtíð sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrningin vegur að tekjugrunni þeirra og rýrir um leið hag allra þeirra sem starfa við sjávarútveg. Kostnaðurinn við leigu aflaheimilda - sem fyrirtækin hafa þegar keypt en á nú að fyrna um 5% á ári - bætist ofan á aðra rekstrarþætti á borð við olíu- og viðhaldskostnað, veiðarfæri, tryggingar o.fl. Þeim verður ekki hnikað til svo auðveldlega. Það þarf ekki ýkja mikið hugmyndaflug til að sjá hvar hægt yrði að skera niður í rekstrarkostnaði. Tekjuskerðing fyrirtækjanna leiðir svo aftur til lægri skatttekna sveitarfélaga og hefur þar með beinar afleiðingar á rekstur þeirra og þjónustu. Að vega að rekstrargrundvelli sjávarútvegsfyrirtækja er að vega að hagsmunum almennings.Keyrir fyrirtækin í þrotForsætisráðherra hélt því fram að stjórnvöld hefðu látið kanna hver áhrifin yrðu af fyrningu aflaheimilda. Þrátt fyrir að átta mánuðir séu liðnir frá þeim ummælum bólar enn ekkert á umræddri úttekt. Sú staðreynd rennir enn frekari stoðum undir málflutning okkar útvegsmanna. Við höfum ítrekað bent á hversu skaðlegar þessar hugmyndir eru. Það þarf auðvitað ekki neinar sérfræðilegar úttektir til að sýna fram á að fyrningarleið mun draga allan mátt úr rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á stuttum tíma. Meðalútgerðarfyrirtæki kemst í þrot á fjórum árum verði þessi leið farin, svo einfalt er það. Þetta vita útvegsmenn sem margir hverjir búa að áratugareynslu í rekstri fyrirtækja. Ég lít svo á að fyrsta skrefið í þessum áformum stjórnvalda sé stigið með því frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þar er boðuð heimild til ráðstöfunar á allt að 4000 tonnum af skötusel utan aflamarks á þessu og næsta fiskveiðiári. Nauðsynlegt er að samkomulag náist um að leggja frumvarpið til hliðar og vinna að sátt á raunhæfum grunni í endurskoðunarnefndinni, sem útgerðarmenn og fiskverkendur eiga aðild að. Þjóðin borgar brúsannÓvissan sem fylgir hugmyndum um fyrningu aflaheimilda er eyðileggjandi. Framtíðaráform sjávarútvegsfyrirtækja eru nú sett í uppnám við þær aðstæður í samfélaginu þegar mikilvægt er að hjól atvinnulífsins snúist sem hraðast. Þeirri ógn, sem vofir yfir sjávarútveginum með stefnu um fyrningu aflaheimilda, verður að eyða áður en óbætanlegt tjón hlýst af. Tapið lendir nefnilega á þjóðinni allri. Höfundur er framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun