Vegið að hagsmunum almennings 22. janúar 2010 06:00 Eiríkur Tómasson skrifar um sjávarútvegsmál. Áform stjórnarflokkanna um fyrningu aflaheimilda voru kynnt í aðdraganda alþingiskosninga sl. vor. Þau voru svo skjalfest í samstarfssamningi flokkanna að kosningum loknum. Þetta útspil er ekki aðeins vanhugsað heldur hróplega ósanngjarnt gagnvart þeim, sem hafa treyst stefnunni í fiskveiðistjórnun frá árinu 1984 og stofnað til skuldbindinga í samræmi við lög frá Alþingi í því trausti að stjórnkerfi fiskveiða væri varanlegt. Fram til þessa hafa stjórnvöld neitað að horfast í augu við þá staðreynd að fyrning aflaheimilda ógnar framtíð sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrningin vegur að tekjugrunni þeirra og rýrir um leið hag allra þeirra sem starfa við sjávarútveg. Kostnaðurinn við leigu aflaheimilda - sem fyrirtækin hafa þegar keypt en á nú að fyrna um 5% á ári - bætist ofan á aðra rekstrarþætti á borð við olíu- og viðhaldskostnað, veiðarfæri, tryggingar o.fl. Þeim verður ekki hnikað til svo auðveldlega. Það þarf ekki ýkja mikið hugmyndaflug til að sjá hvar hægt yrði að skera niður í rekstrarkostnaði. Tekjuskerðing fyrirtækjanna leiðir svo aftur til lægri skatttekna sveitarfélaga og hefur þar með beinar afleiðingar á rekstur þeirra og þjónustu. Að vega að rekstrargrundvelli sjávarútvegsfyrirtækja er að vega að hagsmunum almennings.Keyrir fyrirtækin í þrotForsætisráðherra hélt því fram að stjórnvöld hefðu látið kanna hver áhrifin yrðu af fyrningu aflaheimilda. Þrátt fyrir að átta mánuðir séu liðnir frá þeim ummælum bólar enn ekkert á umræddri úttekt. Sú staðreynd rennir enn frekari stoðum undir málflutning okkar útvegsmanna. Við höfum ítrekað bent á hversu skaðlegar þessar hugmyndir eru. Það þarf auðvitað ekki neinar sérfræðilegar úttektir til að sýna fram á að fyrningarleið mun draga allan mátt úr rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á stuttum tíma. Meðalútgerðarfyrirtæki kemst í þrot á fjórum árum verði þessi leið farin, svo einfalt er það. Þetta vita útvegsmenn sem margir hverjir búa að áratugareynslu í rekstri fyrirtækja. Ég lít svo á að fyrsta skrefið í þessum áformum stjórnvalda sé stigið með því frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þar er boðuð heimild til ráðstöfunar á allt að 4000 tonnum af skötusel utan aflamarks á þessu og næsta fiskveiðiári. Nauðsynlegt er að samkomulag náist um að leggja frumvarpið til hliðar og vinna að sátt á raunhæfum grunni í endurskoðunarnefndinni, sem útgerðarmenn og fiskverkendur eiga aðild að. Þjóðin borgar brúsannÓvissan sem fylgir hugmyndum um fyrningu aflaheimilda er eyðileggjandi. Framtíðaráform sjávarútvegsfyrirtækja eru nú sett í uppnám við þær aðstæður í samfélaginu þegar mikilvægt er að hjól atvinnulífsins snúist sem hraðast. Þeirri ógn, sem vofir yfir sjávarútveginum með stefnu um fyrningu aflaheimilda, verður að eyða áður en óbætanlegt tjón hlýst af. Tapið lendir nefnilega á þjóðinni allri. Höfundur er framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Eiríkur Tómasson skrifar um sjávarútvegsmál. Áform stjórnarflokkanna um fyrningu aflaheimilda voru kynnt í aðdraganda alþingiskosninga sl. vor. Þau voru svo skjalfest í samstarfssamningi flokkanna að kosningum loknum. Þetta útspil er ekki aðeins vanhugsað heldur hróplega ósanngjarnt gagnvart þeim, sem hafa treyst stefnunni í fiskveiðistjórnun frá árinu 1984 og stofnað til skuldbindinga í samræmi við lög frá Alþingi í því trausti að stjórnkerfi fiskveiða væri varanlegt. Fram til þessa hafa stjórnvöld neitað að horfast í augu við þá staðreynd að fyrning aflaheimilda ógnar framtíð sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrningin vegur að tekjugrunni þeirra og rýrir um leið hag allra þeirra sem starfa við sjávarútveg. Kostnaðurinn við leigu aflaheimilda - sem fyrirtækin hafa þegar keypt en á nú að fyrna um 5% á ári - bætist ofan á aðra rekstrarþætti á borð við olíu- og viðhaldskostnað, veiðarfæri, tryggingar o.fl. Þeim verður ekki hnikað til svo auðveldlega. Það þarf ekki ýkja mikið hugmyndaflug til að sjá hvar hægt yrði að skera niður í rekstrarkostnaði. Tekjuskerðing fyrirtækjanna leiðir svo aftur til lægri skatttekna sveitarfélaga og hefur þar með beinar afleiðingar á rekstur þeirra og þjónustu. Að vega að rekstrargrundvelli sjávarútvegsfyrirtækja er að vega að hagsmunum almennings.Keyrir fyrirtækin í þrotForsætisráðherra hélt því fram að stjórnvöld hefðu látið kanna hver áhrifin yrðu af fyrningu aflaheimilda. Þrátt fyrir að átta mánuðir séu liðnir frá þeim ummælum bólar enn ekkert á umræddri úttekt. Sú staðreynd rennir enn frekari stoðum undir málflutning okkar útvegsmanna. Við höfum ítrekað bent á hversu skaðlegar þessar hugmyndir eru. Það þarf auðvitað ekki neinar sérfræðilegar úttektir til að sýna fram á að fyrningarleið mun draga allan mátt úr rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á stuttum tíma. Meðalútgerðarfyrirtæki kemst í þrot á fjórum árum verði þessi leið farin, svo einfalt er það. Þetta vita útvegsmenn sem margir hverjir búa að áratugareynslu í rekstri fyrirtækja. Ég lít svo á að fyrsta skrefið í þessum áformum stjórnvalda sé stigið með því frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þar er boðuð heimild til ráðstöfunar á allt að 4000 tonnum af skötusel utan aflamarks á þessu og næsta fiskveiðiári. Nauðsynlegt er að samkomulag náist um að leggja frumvarpið til hliðar og vinna að sátt á raunhæfum grunni í endurskoðunarnefndinni, sem útgerðarmenn og fiskverkendur eiga aðild að. Þjóðin borgar brúsannÓvissan sem fylgir hugmyndum um fyrningu aflaheimilda er eyðileggjandi. Framtíðaráform sjávarútvegsfyrirtækja eru nú sett í uppnám við þær aðstæður í samfélaginu þegar mikilvægt er að hjól atvinnulífsins snúist sem hraðast. Þeirri ógn, sem vofir yfir sjávarútveginum með stefnu um fyrningu aflaheimilda, verður að eyða áður en óbætanlegt tjón hlýst af. Tapið lendir nefnilega á þjóðinni allri. Höfundur er framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar