Hvaða „einkavæðing“? Gústaf Adolf Skúlason skrifar 15. október 2010 06:00 Eva Joly, þingmaður Græningja á Evrópuþinginu og frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, segir á blaðamannafundi hérlendis að snúa eigi við þeirri þróun að einkaaðilar eignist hér orkuauðlindir. Hún spyr hvers vegna Íslendingar ættu að setja orkulindir í einkaeigu. Þetta kallar á aðra spurningu: Hvar er verið að einkavæða orkulindir á Íslandi í dag? Getur einhver nefnt dæmi um slíka þróun, eða svo mikið sem einhverja talsmenn hennar? Fyrir rúmlega tveimur árum var það raunar bundið hér í lög að orkuauðlindir í eigu opinberra aðila mætti eingöngu selja öðrum slíkum, eða fyrirtækjum í eigu opinberra aðila. Þessi umræða snýst þess vegna ekki um neitt. Joly vill jafnframt stöðva kaup Magma Energy á HS Orku, og virðist af fréttum að dæma telja að þar hafi erlent fyrirtæki keypt orkuauðlindir á Reykjanesskaga. Svo er ekki, líkt og margoft hefur komið fram. HS Orka leigir afnotarétt af auðlindum í eigu sveitarfélaga og greiðir þeim auðlindagjald fyrir þann aðgang. Kaup Magma á meirihluta í HS Orku hafa hins vegar þegar farið fram og hafa jafnframt ítrekað verið úrskurðuð lögmæt viðskipti af opinberum aðilum. Þá fylgist Orkustofnun með því að við nýtingu auðlindanna sé fylgt skilmálum virkjunarleyfis og hefur stofnunin víðtækar heimildir til að bregðast við hugsanlegum frávikum ef þurfa þykir. Enginn hefur þó jafn ríka hagsmuni af góðri umgengni við þessar auðlindir og fyrirtækið sjálft. Athygli vekur að Joly, sem gegnt hefur hlutverki ráðgjafa við íslenskt saksóknaraembætti, lýsti því yfir að væri hún ríkissaksóknari hér myndi hún hefja sakamálarannsókn á fyrrgreindum viðskiptum, sem þegar hafa ítrekað verið úrskurðuð lögmæt af opinberum aðilum. Um leið kom fram að á umræddum blaðamannafundi væri Joly fyrst og fremst að tala sem áhugamanneskja um orkumál og að hún gæti ekkert fullyrt um sumt af því sem hún teldi vera tilefni til rannsókna. Þarna var stjórnmálamaðurinn Eva Joly að tala. Ekki saksóknari, ekki lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Eva Joly, þingmaður Græningja á Evrópuþinginu og frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, segir á blaðamannafundi hérlendis að snúa eigi við þeirri þróun að einkaaðilar eignist hér orkuauðlindir. Hún spyr hvers vegna Íslendingar ættu að setja orkulindir í einkaeigu. Þetta kallar á aðra spurningu: Hvar er verið að einkavæða orkulindir á Íslandi í dag? Getur einhver nefnt dæmi um slíka þróun, eða svo mikið sem einhverja talsmenn hennar? Fyrir rúmlega tveimur árum var það raunar bundið hér í lög að orkuauðlindir í eigu opinberra aðila mætti eingöngu selja öðrum slíkum, eða fyrirtækjum í eigu opinberra aðila. Þessi umræða snýst þess vegna ekki um neitt. Joly vill jafnframt stöðva kaup Magma Energy á HS Orku, og virðist af fréttum að dæma telja að þar hafi erlent fyrirtæki keypt orkuauðlindir á Reykjanesskaga. Svo er ekki, líkt og margoft hefur komið fram. HS Orka leigir afnotarétt af auðlindum í eigu sveitarfélaga og greiðir þeim auðlindagjald fyrir þann aðgang. Kaup Magma á meirihluta í HS Orku hafa hins vegar þegar farið fram og hafa jafnframt ítrekað verið úrskurðuð lögmæt viðskipti af opinberum aðilum. Þá fylgist Orkustofnun með því að við nýtingu auðlindanna sé fylgt skilmálum virkjunarleyfis og hefur stofnunin víðtækar heimildir til að bregðast við hugsanlegum frávikum ef þurfa þykir. Enginn hefur þó jafn ríka hagsmuni af góðri umgengni við þessar auðlindir og fyrirtækið sjálft. Athygli vekur að Joly, sem gegnt hefur hlutverki ráðgjafa við íslenskt saksóknaraembætti, lýsti því yfir að væri hún ríkissaksóknari hér myndi hún hefja sakamálarannsókn á fyrrgreindum viðskiptum, sem þegar hafa ítrekað verið úrskurðuð lögmæt af opinberum aðilum. Um leið kom fram að á umræddum blaðamannafundi væri Joly fyrst og fremst að tala sem áhugamanneskja um orkumál og að hún gæti ekkert fullyrt um sumt af því sem hún teldi vera tilefni til rannsókna. Þarna var stjórnmálamaðurinn Eva Joly að tala. Ekki saksóknari, ekki lögmaður.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar