Lögregluþjónn fer í fangelsi 12. október 2010 06:00 Á veggnum í miðborg Aþenu þar sem Grigoropoulos lét lífið fyrir tæpum tveimur árum hefur verið settur upp minningarskjöldur.nordicphotos/AFP Grískur lögregluþjónn var í gær sakfelldur fyrir að hafa myrt fimmtán ára ungling með skotvopni í miðborg Aþenu síðla árs 2008. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Meirihluti dómstólsins komst að því að lögregluþjónninn, Epaminondas Korkenas, hefði vísvitandi skotið á piltinn, sem hét Alexander Grigoropoulos. Annar lögregluþjónn var dæmdur samsekur í málinu og hlaut tíu ára fangelsisdóm. Lát piltsins varð til þess að heiftúðugar óeirðir brutust út víða um Grikkland og stóðu þær linnulítið í tvær vikur. Ungmenni fóru í hópum um borgir landsins nánast á hverju kvöldi, kveiktu í bifreiðum og húsum, brutu gluggarúður, brutust inn í verslanir og lentu í átökum við lögreglu. Hópar anarkista hófu einnig árásir á lögreglustöðvar og opinberar byggingar. Í desember á síðasta ári, þegar rétt ár var liðið frá láti piltsins, brutust aftur út óeirðir, en þær urðu ekki jafn viðamiklar. Korkenas viðurkenndi að hafa hleypt af byssunni, en sagði það einungis hafa verið gert til viðvörunar eftir að lögreglumönnum lenti saman við hóp unglinga. Þetta gerðist í hverfinu Exarchia, þar sem næturlíf er fjörugt og hópar stjórnleysingja safnast saman. Korkenas hefur hins vegar jafnan haldið því fram að hann hafi ekki skotið beint á Grigoropolous, heldur hafi pilturinn orðið fyrir byssukúlunni eftir að hún endurkastaðist af vegg eða götu. Sjö manna dómstóll, skipaður þremur dómurum og fjórum kviðdómendum, klofnaði í afstöðu sinni. Fjórir af sjö stóðu að úrskurðinum, en tveir dómaranna og einn kviðdómendanna vildu sakfella Korkenas fyrir veigaminna brot, nefnilega manndráp frekar en morð, sem hefði jafnframt haft í för með sér vægari refsingu. Réttarhöldin voru haldin í borginni Amfissa, sem er 200 kílómetra vestur af Aþenu. Þetta var gert af öryggisástæðum, því óttast var að réttarhöldin yrðu kveikja frekari óeirða. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Grískur lögregluþjónn var í gær sakfelldur fyrir að hafa myrt fimmtán ára ungling með skotvopni í miðborg Aþenu síðla árs 2008. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Meirihluti dómstólsins komst að því að lögregluþjónninn, Epaminondas Korkenas, hefði vísvitandi skotið á piltinn, sem hét Alexander Grigoropoulos. Annar lögregluþjónn var dæmdur samsekur í málinu og hlaut tíu ára fangelsisdóm. Lát piltsins varð til þess að heiftúðugar óeirðir brutust út víða um Grikkland og stóðu þær linnulítið í tvær vikur. Ungmenni fóru í hópum um borgir landsins nánast á hverju kvöldi, kveiktu í bifreiðum og húsum, brutu gluggarúður, brutust inn í verslanir og lentu í átökum við lögreglu. Hópar anarkista hófu einnig árásir á lögreglustöðvar og opinberar byggingar. Í desember á síðasta ári, þegar rétt ár var liðið frá láti piltsins, brutust aftur út óeirðir, en þær urðu ekki jafn viðamiklar. Korkenas viðurkenndi að hafa hleypt af byssunni, en sagði það einungis hafa verið gert til viðvörunar eftir að lögreglumönnum lenti saman við hóp unglinga. Þetta gerðist í hverfinu Exarchia, þar sem næturlíf er fjörugt og hópar stjórnleysingja safnast saman. Korkenas hefur hins vegar jafnan haldið því fram að hann hafi ekki skotið beint á Grigoropolous, heldur hafi pilturinn orðið fyrir byssukúlunni eftir að hún endurkastaðist af vegg eða götu. Sjö manna dómstóll, skipaður þremur dómurum og fjórum kviðdómendum, klofnaði í afstöðu sinni. Fjórir af sjö stóðu að úrskurðinum, en tveir dómaranna og einn kviðdómendanna vildu sakfella Korkenas fyrir veigaminna brot, nefnilega manndráp frekar en morð, sem hefði jafnframt haft í för með sér vægari refsingu. Réttarhöldin voru haldin í borginni Amfissa, sem er 200 kílómetra vestur af Aþenu. Þetta var gert af öryggisástæðum, því óttast var að réttarhöldin yrðu kveikja frekari óeirða. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira