Dagur iðjuþjálfunar Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilsson skrifar 27. október 2010 13:45 Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar og af því tilefni hvetur heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapy) til umræðu um fagið. Heitið iðjuþjálfun (e. occupational therapy) vísar til þess að það sem fólk tekur sér fyrir hendur tengist heilsu þess og líðan. Tengsl iðju og heilsu eru gagnvirk. Góð heilsa auðveldar fólki að taka þátt í viðfangsefnum af ýmsum toga og athafnir okkar mannanna hafa jafnframt áhrif á heilsu einstaklinga og samfélaga. Þessi áhrif hafa lengi verið þekkt og síðast liðnar tvær aldir hefur iðja verið notuð markvisst til að efla heilsu og bæta líf fólks. Iðjuþjálfun varð til sem sérgrein á fyrri hluta 20. aldar þegar þátttaka í störfum innan geðheilbrigðisstofnana var notuð til að koma reglu á líf sjúklinga og ýta undir áhuga þeirra og sjálfstraust. Síðar ávann iðjuþjálfun sér sess sem mikilvægur þáttur í að bæta líðan og efla starfsgetu berklasjúklinga. Á tímum heimsstyrjaldanna tveggja jókst eftirspurn eftir iðjuþjálfum, sem störfuðu í hundraðatali á herspítölum í Evrópu. Í kjölfarið mynduðust sterk tengsl milli iðjuþjálfunar og læknisfræðilegrar endurhæfingar er iðjuþjálfar hófu að sinna líkamlegri þjálfun í auknum mæli. Hugmyndafræði iðjuþjálfunar barst til Íslands um miðja 20. öldina og var beitt bæði á Kleppsspítala og vinnuheimilum SÍBS á Reykjalundi og Kristnesi. Fagið öðlaðist þó ekki verulega fótfestu fyrr en um 1970 er Íslendingar fóru að sækja í iðjuþjálfanám erlendis. Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1976 og gerðist strax aðili að Heimssambandi iðjuþjálfa. Síðan hefur starfsemin eflst og dafnað og í dag eru um 200 iðjuþjálfar starfandi á Íslandi á fjölbreyttum vettvangi. Stærsta skrefið í þróun fagsins hér á landi er án efa tilkoma náms í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri haustið 1997. Námið tekur fjögur ár og lýkur með BS-gráðu í iðjuþjálfunarfræði. Fyrstu nemendurnir brautskráðust árið 2001, en alls hafa 130 iðjuþjálfar hlotið grunnmenntun sína við Háskólann á Akureyri. Aukin eftirspurn eftir iðjuþjálfum í íslensku samfélagi varð til þess að fjarnámi var hleypt af stokkunum haustið 2008 og framvegis má reikna með því að á hverju ári bætist liðlega 20 nýir iðjuþjálfar í hópinn. Tilkoma íslensks náms hefur einnig orðið til að ýta undir rannsóknir á sviðinu. Áhersla er á notendarannsóknir sem beinast m. a. að heilsueflandi áhrifum iðju, fjölskyldumiðaðri þjónustu, endurhæfingu ólíkra hópa og bata geðsjúkra. Á þeim rúmlega þrjátíu árum sem liðin eru frá stofnun Iðjuþjálfafélags Íslands hefur starfsemi iðjuþjálfa tekið umtalsverðum breytingum í takt við aukna fræðilega þekkingu og nýjar áherslur í heilbrigðis- og félagsþjónustu.Framan af beindist athygli iðjuþjálfa mest að því að ráða bót á skerðingu fólks og auka færni þess við daglegar athafnir með þjálfun af ýmsum toga. Þjónustan fór alla jafna fram innan veggja stofnana og var oft í litlum tengslum við venjubundið líf og umhverfi skjólstæðinganna. Á undanförnum árum hefur áherslan í auknum mæli beinst að samspili einstaklings og umhverfis og því hvernig umhverfið, í víðum skilningi, hefur áhrif á þátttöku fólks og möguleika til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Vitað er að umhverfið ýmist stuðlar að eða torveldar iðju fólks og þátttöku við ýmsar aðstæður. Auk þess getur umhverfið eitt og sér orsakað varanlega röskun á heilsu og færni, eins og gerist iðulega í tengslum við stríðsátök, fátækt, mengun og fleira. Hugtökin þátttaka og umhverfi eru í brennidepli í faginu í dag og athyglin beinist þar af leiðandi ekki einvörðungu að því hvað fólk er fært um að gera heldur einnig að upplifun þess af eigin færni, félagslegri stefnumótun og almennum mannréttindum. Í vestrænum ríkjum er almennt viðurkennt að þjónusta eigi að vera samfelld og heildstæð og mæta þörfum notenda. Iðjuþjálfar eiga samstarf við fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu og einnig í skóla- og atvinnulífi. Fyrst og fremst starfa þeir þó í náinni samvinnu við skjólstæðinga sína. Megináherslan er á þjónustu sem tekur mið af óskum og þörfum notenda, en hlutverk iðjuþjálfa er að ýta undir og efla færni fólks til að takast á við lífið á þann máta sem gefur mesta lífsfyllingu og tilgang. Þjónusta iðjuþjálfa hefur í mörgum tilvikum færst nær daglegu umhverfi og lífi notenda. Um þriðjungur íslenskra iðjuþjálfa vinnur nú að hluta til eða alfarið í nærumhverfi skjólstæðinga sinna, oftast á vegum sveitarfélaga og heilsugæslu, en fram undir árið 2000 heyrði slíkt til undantekninga. Breyttar áherslur í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafa ýtt undir þessa þróun. Þar má nefna styttri dvöl fólks á sjúkrastofnunum, áherslu á að gera öldruðum kleyft að búa sem lengst heima og réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu. Einnig hefur umræðan um mikilvægi heilsueflandi úrræða og forvarna orðið meira áberandi. Á síðustu árum hefur iðjuþjálfum sem starfa sjálfstætt eða á vegum samtaka einnig fjölgað. Unnið hefur verið að margvíslegum úrræðum sem er ætlað að mæta þörfum fólks sem býr við skerta starfsorku og hefur færri tækifæri til að eiga hlutdeild í samfélaginu. Úrræðin hafa sum hver orðið til í grasrótinni þar sem iðjuþjálfar hafa, ásamt notendum sjálfum, unnið frumkvöðlastarf sem miðar að því að fólk finni hlutverk og tilgang með þátttöku í fjölbreyttum viðfangsefnum og félagslegum athöfnum. Í dag þegar kreppir að í íslensku samfélagi er aukin þörf fyrir þjónustu iðjuþjálfa á mörgum sviðum, þar á meðal við að auðvelda einstaklingum og hópum að endurskoða og skipuleggja viðfangsefni sín og lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar og af því tilefni hvetur heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapy) til umræðu um fagið. Heitið iðjuþjálfun (e. occupational therapy) vísar til þess að það sem fólk tekur sér fyrir hendur tengist heilsu þess og líðan. Tengsl iðju og heilsu eru gagnvirk. Góð heilsa auðveldar fólki að taka þátt í viðfangsefnum af ýmsum toga og athafnir okkar mannanna hafa jafnframt áhrif á heilsu einstaklinga og samfélaga. Þessi áhrif hafa lengi verið þekkt og síðast liðnar tvær aldir hefur iðja verið notuð markvisst til að efla heilsu og bæta líf fólks. Iðjuþjálfun varð til sem sérgrein á fyrri hluta 20. aldar þegar þátttaka í störfum innan geðheilbrigðisstofnana var notuð til að koma reglu á líf sjúklinga og ýta undir áhuga þeirra og sjálfstraust. Síðar ávann iðjuþjálfun sér sess sem mikilvægur þáttur í að bæta líðan og efla starfsgetu berklasjúklinga. Á tímum heimsstyrjaldanna tveggja jókst eftirspurn eftir iðjuþjálfum, sem störfuðu í hundraðatali á herspítölum í Evrópu. Í kjölfarið mynduðust sterk tengsl milli iðjuþjálfunar og læknisfræðilegrar endurhæfingar er iðjuþjálfar hófu að sinna líkamlegri þjálfun í auknum mæli. Hugmyndafræði iðjuþjálfunar barst til Íslands um miðja 20. öldina og var beitt bæði á Kleppsspítala og vinnuheimilum SÍBS á Reykjalundi og Kristnesi. Fagið öðlaðist þó ekki verulega fótfestu fyrr en um 1970 er Íslendingar fóru að sækja í iðjuþjálfanám erlendis. Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1976 og gerðist strax aðili að Heimssambandi iðjuþjálfa. Síðan hefur starfsemin eflst og dafnað og í dag eru um 200 iðjuþjálfar starfandi á Íslandi á fjölbreyttum vettvangi. Stærsta skrefið í þróun fagsins hér á landi er án efa tilkoma náms í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri haustið 1997. Námið tekur fjögur ár og lýkur með BS-gráðu í iðjuþjálfunarfræði. Fyrstu nemendurnir brautskráðust árið 2001, en alls hafa 130 iðjuþjálfar hlotið grunnmenntun sína við Háskólann á Akureyri. Aukin eftirspurn eftir iðjuþjálfum í íslensku samfélagi varð til þess að fjarnámi var hleypt af stokkunum haustið 2008 og framvegis má reikna með því að á hverju ári bætist liðlega 20 nýir iðjuþjálfar í hópinn. Tilkoma íslensks náms hefur einnig orðið til að ýta undir rannsóknir á sviðinu. Áhersla er á notendarannsóknir sem beinast m. a. að heilsueflandi áhrifum iðju, fjölskyldumiðaðri þjónustu, endurhæfingu ólíkra hópa og bata geðsjúkra. Á þeim rúmlega þrjátíu árum sem liðin eru frá stofnun Iðjuþjálfafélags Íslands hefur starfsemi iðjuþjálfa tekið umtalsverðum breytingum í takt við aukna fræðilega þekkingu og nýjar áherslur í heilbrigðis- og félagsþjónustu.Framan af beindist athygli iðjuþjálfa mest að því að ráða bót á skerðingu fólks og auka færni þess við daglegar athafnir með þjálfun af ýmsum toga. Þjónustan fór alla jafna fram innan veggja stofnana og var oft í litlum tengslum við venjubundið líf og umhverfi skjólstæðinganna. Á undanförnum árum hefur áherslan í auknum mæli beinst að samspili einstaklings og umhverfis og því hvernig umhverfið, í víðum skilningi, hefur áhrif á þátttöku fólks og möguleika til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Vitað er að umhverfið ýmist stuðlar að eða torveldar iðju fólks og þátttöku við ýmsar aðstæður. Auk þess getur umhverfið eitt og sér orsakað varanlega röskun á heilsu og færni, eins og gerist iðulega í tengslum við stríðsátök, fátækt, mengun og fleira. Hugtökin þátttaka og umhverfi eru í brennidepli í faginu í dag og athyglin beinist þar af leiðandi ekki einvörðungu að því hvað fólk er fært um að gera heldur einnig að upplifun þess af eigin færni, félagslegri stefnumótun og almennum mannréttindum. Í vestrænum ríkjum er almennt viðurkennt að þjónusta eigi að vera samfelld og heildstæð og mæta þörfum notenda. Iðjuþjálfar eiga samstarf við fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu og einnig í skóla- og atvinnulífi. Fyrst og fremst starfa þeir þó í náinni samvinnu við skjólstæðinga sína. Megináherslan er á þjónustu sem tekur mið af óskum og þörfum notenda, en hlutverk iðjuþjálfa er að ýta undir og efla færni fólks til að takast á við lífið á þann máta sem gefur mesta lífsfyllingu og tilgang. Þjónusta iðjuþjálfa hefur í mörgum tilvikum færst nær daglegu umhverfi og lífi notenda. Um þriðjungur íslenskra iðjuþjálfa vinnur nú að hluta til eða alfarið í nærumhverfi skjólstæðinga sinna, oftast á vegum sveitarfélaga og heilsugæslu, en fram undir árið 2000 heyrði slíkt til undantekninga. Breyttar áherslur í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafa ýtt undir þessa þróun. Þar má nefna styttri dvöl fólks á sjúkrastofnunum, áherslu á að gera öldruðum kleyft að búa sem lengst heima og réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu. Einnig hefur umræðan um mikilvægi heilsueflandi úrræða og forvarna orðið meira áberandi. Á síðustu árum hefur iðjuþjálfum sem starfa sjálfstætt eða á vegum samtaka einnig fjölgað. Unnið hefur verið að margvíslegum úrræðum sem er ætlað að mæta þörfum fólks sem býr við skerta starfsorku og hefur færri tækifæri til að eiga hlutdeild í samfélaginu. Úrræðin hafa sum hver orðið til í grasrótinni þar sem iðjuþjálfar hafa, ásamt notendum sjálfum, unnið frumkvöðlastarf sem miðar að því að fólk finni hlutverk og tilgang með þátttöku í fjölbreyttum viðfangsefnum og félagslegum athöfnum. Í dag þegar kreppir að í íslensku samfélagi er aukin þörf fyrir þjónustu iðjuþjálfa á mörgum sviðum, þar á meðal við að auðvelda einstaklingum og hópum að endurskoða og skipuleggja viðfangsefni sín og lífsstíl.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun