Erlent

Ísraelar reyna að stöðva för friðarsinna

Níu féllu þegar ísraelskir hermenn réðust um borð í hjálparskip á til Gaza fyrr í vikunni.
Níu féllu þegar ísraelskir hermenn réðust um borð í hjálparskip á til Gaza fyrr í vikunni.

Ísraelski sjóherinn reynir nú að stöðva för friðarsinna um borð í hjálparskipi á leið til Gaza. Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar hefur skipið Rachel Corrie ekki svarað fjórum skipunum hersins um að leggjast að bryggju í Ashdod Port, sem er helsta lestunarhöfn í Ísrael.

Talsmaður ísraelska hersins segir að hermenn muni fara um borð í skipið, haldi það för sinni til Gaza áfram. Hjálparskipið átti upphaflega að vera í för sex skipa í vikunni sem endaði með láti níu friðarsinna þegar Ísraelar réðust vopnaði gegn þeim. Tæknileg vandamál urðu til þess að Rachel Corrie komst ekki með í þá ferð.

Áhöfnin er sögð staðráðin í því að komast til Gaza, en einn af þeim sem eru um borð er friðarsinninn og nóbelsverðlaunahafinn Mairead Corrigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×