Briatore: Betra skipulag Formúlu 1 nauðsynlegt 4. maí 2010 17:29 Hjónakornin Elisabeta Gregoraci og Flavio Briatore njóta lífsins án Formúlu 1. Mynd: Getty Images Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins telur að betur megi ef duga skal hvað varðar mótshald í Formúlu 1. Hann var rekinn frá Renault fyrir að svindla í Singapúr og dæmdur í ævilangt bann, en því var hnekkt fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir þetta hyggst Briatore ekkert mæta aftur í slaginn í Formúlu 1 að eigin sögn. "Ég held að eftir að hafa unnið sjö titla með tveimur mismunandi liðum, þá myndi ekki skipta mig að bæta þeim áttunda við. Það var kraftaverk að vinna með Renault 2005-2006 og maður getur ekki skapað kraftaverk endalaust.Ég hef ekki lengur sama áhuga á Formúlu 1. Adrenalínið er ekki til staðar. Ég sakna þess ekkert.", sagði Briatore í frétt á autosport.com sem vitnar í ítalska tímaritið Autosprint. Hann telur að bæta þurfi umgjörðina um Formúlu 1 og telur að FIA hafi farið ranga leið í að hleypa nýjum liðum inn í íþróttina í stað þess að leyfa liðum sem voru fyrir að mæta með þriðja keppnisbílinn í mótin. "Það ríkir ringulreið í Formúlu 1 og það hlýtur að breytast. Ég sé ekki að íþróttin eigi bjarta framtíð miðað við núverandi stöðu. Við vildum þriggja bíla lið, en í staðinn opnaði FIA leiðina fyrir lið sem höfðu ekkert fjármagn. Ég tel að það hafi verið slæm ákvörðun." "Það eru lið í Formúlu 1 sem eru tveimur sekúndum fljótari en GP2 lið og verja til þess 60-70 miljónum evra á meðan GP2 lið kosta til þremur. Það er eitthvað að þar á bæ... ", sagði Briatore, en GP 2 mótaröðin er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1 að styrkleika. Úr þeirri mótaröð hafa margir Formúlu 1 ökumenn stigið upp í Formúlu 1. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins telur að betur megi ef duga skal hvað varðar mótshald í Formúlu 1. Hann var rekinn frá Renault fyrir að svindla í Singapúr og dæmdur í ævilangt bann, en því var hnekkt fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir þetta hyggst Briatore ekkert mæta aftur í slaginn í Formúlu 1 að eigin sögn. "Ég held að eftir að hafa unnið sjö titla með tveimur mismunandi liðum, þá myndi ekki skipta mig að bæta þeim áttunda við. Það var kraftaverk að vinna með Renault 2005-2006 og maður getur ekki skapað kraftaverk endalaust.Ég hef ekki lengur sama áhuga á Formúlu 1. Adrenalínið er ekki til staðar. Ég sakna þess ekkert.", sagði Briatore í frétt á autosport.com sem vitnar í ítalska tímaritið Autosprint. Hann telur að bæta þurfi umgjörðina um Formúlu 1 og telur að FIA hafi farið ranga leið í að hleypa nýjum liðum inn í íþróttina í stað þess að leyfa liðum sem voru fyrir að mæta með þriðja keppnisbílinn í mótin. "Það ríkir ringulreið í Formúlu 1 og það hlýtur að breytast. Ég sé ekki að íþróttin eigi bjarta framtíð miðað við núverandi stöðu. Við vildum þriggja bíla lið, en í staðinn opnaði FIA leiðina fyrir lið sem höfðu ekkert fjármagn. Ég tel að það hafi verið slæm ákvörðun." "Það eru lið í Formúlu 1 sem eru tveimur sekúndum fljótari en GP2 lið og verja til þess 60-70 miljónum evra á meðan GP2 lið kosta til þremur. Það er eitthvað að þar á bæ... ", sagði Briatore, en GP 2 mótaröðin er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1 að styrkleika. Úr þeirri mótaröð hafa margir Formúlu 1 ökumenn stigið upp í Formúlu 1.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira