Erlent

Hermenn komnir um borð í hjálparskipið

Ísrealar hafa ráðist um borð í skip friðarsinna sem var á leið með birgðir til Gaza og sigla því nú til hafnar í Ísrael. Mynd/AP
Ísrealar hafa ráðist um borð í skip friðarsinna sem var á leið með birgðir til Gaza og sigla því nú til hafnar í Ísrael. Mynd/AP

Ísraelski sjóherinn hefur ráðist um borð í skip friðarsinna sem var á leið með birgðir til Gaza og siglir því nú til Ashdod Port, sem er helsta lestunarhöfn í Ísrael. Ekkert hefur heyrst frá friðarsinnunum frá því Ísraelsher tók skipið yfir. Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar hafði skipið Rachel Corrie ekki svarað fjórum skipunum hersins um að leggjast að bryggju í Ísrael.

Árás Ísraela á skipalest fyrr í vikunni kostaði að minnsta kosti níu manns lífið og vakti hörð viðbrögð stjórnvalda víða um heim. Vaxandi þrýstingur hefur verið á Ísrael að aflétta einangrun Gasasvæðisins, þar sem hálf önnur milljón Palestínumanna býr við mikla fátækt.

Hjálparskipið Rachel Corrie átti upphaflega að vera hluti af skipalestinni en vegna tæknilegra vandamál fór skipið ekki í þá ferð. Áhöfnin var sögð staðráðin í því að komast til Gaza, en einn af þeim sem eru um borð er friðarsinninn og nóbelsverðlaunahafinn Mairead Corrigan.




Tengdar fréttir

Ísraelar reyna að stöðva för friðarsinna

Ísraelski sjóherinn reynir nú að stöðva för friðarsinna um borð í hjálparskipi á leið til Gaza. Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar hefur skipið Rachel Corrie ekki svarað fjórum skipunum hersins um að leggjast að bryggju í Ashdod Port, sem er helsta lestunarhöfn í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×