Erlent

Ísraelskur ráðherra: Erum ekki í stríði við friðarsinna

Ísraelski sjóherinn fór um borð í flutningaskipið Rachel Corrie í dag.
Ísraelski sjóherinn fór um borð í flutningaskipið Rachel Corrie í dag. Mynd/AP
„Við erum ekki í stríði við þessa friðarsinna," segir Isaac Herzog, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels.

Ísraelski sjóherinn fór um borð í flutningaskipið Rachel Corrie í dag og stöðvaði för þess en áhöfnin ætlaði að sigla með hjálpargögn til Gaza. Engin átök brutust út líkt og fyrir fimm dögum þegar ísraelskir hermenn skutu níu til bana um borð í flutningaskipinu Mavi Marmara

„Við reynum að verjast því að vopnum sé smyglað inn á Gaza. Hluti af ástæðu þess að við setjum þetta hafnbann á Gaza er að þegar möguleikinn á skipakomum er fyrir hendi vitum við ekki fyrri til en að skip fari að streyma hingað sem gætu flutt með sér vopn inn á Gazasvæðið," segir Herzog.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×