Lífið

Marie Claire áhugasamt um hag íslenskra kvenna

Ný könnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Blaðamaður á vegum Marie Claire ræddi meðal annars við Gerði Kristnýju um niðurstöðurnar og líf íslenskra kvenna. Hún ræddi einnig við Katrínu Jakobsdóttur, Eddu Jónsdóttur og Kristínu Pétursdóttur.
Ný könnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Blaðamaður á vegum Marie Claire ræddi meðal annars við Gerði Kristnýju um niðurstöðurnar og líf íslenskra kvenna. Hún ræddi einnig við Katrínu Jakobsdóttur, Eddu Jónsdóttur og Kristínu Pétursdóttur. fréttablaðið/stefán
„Blaðakonan hafði samband við mig og sagðist vera að skrifa grein út frá könnun sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna og sýnir að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Hún vildi spjalla við mig um hvað mér fyndist um niðurstöðuna og líf íslenskra kvenna," segir rithöfundurinn Gerður Kristný.

Blaðakona á vegum tímaritsins Marie Claire er stödd hér á landi og tók hún viðtal við nokkrar íslenskar konur um hagi kvenna hér á landi. Auk Gerðar Kristnýjar ræddi blaðakonan meðal annars við Kristínu Péturdsóttur, hjá Auði Capital, menntamálaráðherrann Katrínu Jakobsdóttur og Eddu Jónsdóttur, mannfræðing og þáttagerðarkonu hjá Ríkisútvarpinu, og verður greinin svo birt bæði í breska og ástralska Marie Claire eftir fáeina mánuði.

Aðspurð segir auðvitað Gerður Kristný það ágætt að vera kona á Íslandi, þó margt mætti bæta, og nefnir í því sambandi launamun kynjanna og þá ábyrgð sem íslenskar stjórnmálakonur eru látnar taka á hruninu, en blaðakonan hafði þegar heyrt af því.

„Við Edda Jónsdóttir mættum saman í viðtalið og vorum bara hreinskilnar og persónulegar. Við brugðum ekki upp neinni glansmynd hvað þá að við höfum þulið upp skífurit heldur sögðum við henni frá okkar lífi. Hún hafði einnig mikinn áhuga á því hvernig líf kvenna hefur breyst hér eftir hrun." Blaðakonan ræddi við Gerði Kristnýju og Eddu í um tvær klukkustundir en þá þurfti Gerður Kristný að flýta sér heim að horfa á Aðþrengdar eiginkonur. Gerður segir að gaman verði að sjá hvaða vinkil blaðakonan taki. „Það verður skemmtilegt að sjá greinina og hvað við, þessar ólíku konur sem þó eru svo líkar, höfðum að segja."

Til gamans má geta að Gerður Kristný verður einnig viðmælandi breskrar þáttagerðakonu frá bresku ríkissjónvarpsstöðinni BBC í þætti sem verður unninn hér næstu daga og fjallar um Ísland og því nokkuð ljóst að mikill áhugi er bæði á landi og þjóð. -sara@frettabladid.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.