Lífið

Hálfvitar í mikla pílagrímsför

Meðlimir Ljótu hálfvitanna eru á leiðinni til Póllands í mikla pílagrímsför.
fréttablaðið/stefán
F30040610 snæbjörn
Meðlimir Ljótu hálfvitanna eru á leiðinni til Póllands í mikla pílagrímsför. fréttablaðið/stefán F30040610 snæbjörn
„Þetta er algjör snilld. Þetta er „history in the making", klárlega," segir Snæbjörn Ragnarsson úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum.

Snæbjörn, bróðir hans Baldur og Arngrímur Arnarson úr Ljótu hálfvitunum eru á leiðinni í pílagrímsför til Póllands til að fylgjast með tónleikum hinna gamalgrónu þungarokkshljómsveita Metallica, Slayer, Anthrax og Megadeth. „Þetta er í fyrsta skipti sem hin fjögur stóru thrasmetalbönd spila saman. Þau eru búin að vera að spila í tuttugu og eitthvað ár," segir Snæbjörn og hlakkar mikið til. Í raun spannar samanlagður starfsaldur sveitanna 110 ár og því gífurleg reynsla sem safnast þarna saman.

Ljótu hálfvitarnir eru þekktir fyrir létta og skemmtilega popptónlist og því kemur þessi leiðangur til Póllands nokkuð á óvart. „Það slagar í helminginn af hálfvitunum sem hlustar á einhvers konar metal og alveg út í mjög öfgafullan metal. Hálfvitagangurinn er bara til að villa á sér heimildir," segir hann og hlær.

Tónleikarnir í Póllandi verða haldnir 16. júní og eru hluti af tónlistarhátíðinni Sonispehere sem hóf göngu sína í fyrra. Tónleikar sömu fjögurra sveita sem verða haldnir í Búlgaríu 22. júní verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim, þar á meðal í Sambíóunum, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.