Lífið

Jones sjötugur og mjög vel kvæntur

Söngvarinn Tom Jones frá Wales verður sjötugur á mánudag. Hann segir að eiginkona sín, Linda og sé hans harðasti gagnrýnandi. Þau hafa verið gift í 53 á skrifa
Söngvarinn frá Wales verður sjötugur á mánudaginn. Hann segir að eiginkonan sé harðasti gagnrýnandi sinn.
Söngvarinn frá Wales verður sjötugur á mánudaginn. Hann segir að eiginkonan sé harðasti gagnrýnandi sinn.
Söngvarinn Tom Jones frá Wales verður sjötugur á mánudag. Hann segir að eiginkona sín, Linda, sé hans harðasti gagnrýnandi. Þau hafa verið gift í 53 ár.

„Hún er eiginkona mín og gagnrýnandi. Ég læt hana alltaf hlusta á tónlistina mína því hún er mjög hreinskilinn," sagði Jones. „Þegar ég spilaði fyrir hana Mr Jones, plötuna sem ég gerði með Wyclef Jean árið 2002 sagði hún að tónlistin væri ekki í mínum anda," sagði hann. Sem betur fer er Linda mjög ánægð með nýjustu plötu Jones, Praise and Blame, sem kemur út í næsta mánuði. „Hún er ánægð með hana. Ég er að spila með tónleikabandi á nýjan leik og vegna þess að lögin eru svo fjölbreytt get ég notað röddina á mismunandi hátt."

Jones kvíðir ekkert fyrir því að verða sjötugur. „Ég bjóst aldrei við því að ég mér liði svona vel um sjötugt en maður heldur sér ungum og sprækum með því að syngja. Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.