Erlent

Ætla að mynda hægristjórn

Petr Necas
Petr Necas
Vaclav Klaus, forseti Tékklands, fól Petr Necas, leiðtoga íhaldsmanna, að mynda stjórn í landinu í gær, nærri viku eftir að þingkosningar voru haldnar.

Necas ætlar að fá til liðs við sig tvo nýja flokka, annars vegar nýjan flokk íhaldsmanna sem nefnist TOP 09 og hins vegar nýjan miðjuflokk. Saman hafa flokkarnir 118 þingsæti af 200.

Klaus forseti vill upplýsingar innan tveggja vikna um gang viðræðnanna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×