Erlent

Konur þjálfaðar í sjálfsmorðsárásir á vestræn skotmörk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluverður viðbúnaður hefur verið á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkaógnarinnar að undanförnu. Mynd/ AFP.
Töluverður viðbúnaður hefur verið á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkaógnarinnar að undanförnu. Mynd/ AFP.
Hryðjuverkahópar úr röðum al-Qaeda hafa þjálfað konur til þess að gera sjálfsmorðsárásir á vestræn skotmörk, að því er bandarísk yfirvöld fullyrða.

Vefur breska blaðsins Daily Telegraph sagði í gær að konurnar væru ef til vill ekki arabískar í útliti og ferðist hugsanlega á vestrænum vegabréfum. Jemenski hryðjuverkahópurinn sem gerði tilraun til að sprengja farþegaþotu í Detroit á jóladag hafi þjálfað þær til hryðjuverka.

Eins og greint var frá í gær hafa Bretar fært hættustig í landinu í „alvarlegt" og þykir mjög líklegt að gerð verði árás á Bretland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×