Erlent

Stormur stefnir á Tonga

Íbúar eyríkisins Tonga hafa legið á bæn í kirkjum landsins í dag og beðið fyrir því að hitabeltisstormurinn Rene þyrmi eyjunni en hann nálgast hana nú hraðbyri. Stormurinn fór framhjá Samóaeyjum í gær án þess að valda miklu tjóni en veðurfræðingar óttast að hann geti farið yfir Tonga á næsta sólahring og jafnvel er reiknað með því að þá hafi hann náð styrk fellibyls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×