Hamilton fær refsingu í Japan 9. október 2010 13:37 Það hefur gengið á ýmsu hjá Lewis Hamilton þessa mótshelgina og honum verður refsað eftir tímatökuna í nótt. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir miðnætti. í frétt á autosport.com sagðist starfsmaður McLaren hafa séð óeðlilegan olíuleka á bíl Hamiltons í lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Talið var að búið hefði verið að lagfæra lekann, en í ljós kom á meðan beðið var eftir því að tímatakan hæfist að eitthvað var mikið að. Liðið ákvað því að skipta um gírkassa í bíl Hamiltons og samkvæmt reglum þýðir það að hann fær fimm sæta refsingu eftir að tímatökunni lýkur. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og hann keyrði bíl sinn útaf á fyrri æfingunni á föstudag og skemmdi hann mikið. Tapaði þar með dýrmætum aksturstíma á seinni æfingunni, þar sem langan tíma tók að laga bíl hans. Það er því ýmislegt búið að vinna á móti Hamilton, sem er þó sannur baráttujaxl, en hann hefur engu að síður fallið úr leik í tveimur mótum í röð eftir samstuð við keppinaut í brautinni. Hamilton er meðal fimm ökumanna sem er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1 þegar fjórum mótum er ólokið. Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir miðnætti. í frétt á autosport.com sagðist starfsmaður McLaren hafa séð óeðlilegan olíuleka á bíl Hamiltons í lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Talið var að búið hefði verið að lagfæra lekann, en í ljós kom á meðan beðið var eftir því að tímatakan hæfist að eitthvað var mikið að. Liðið ákvað því að skipta um gírkassa í bíl Hamiltons og samkvæmt reglum þýðir það að hann fær fimm sæta refsingu eftir að tímatökunni lýkur. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og hann keyrði bíl sinn útaf á fyrri æfingunni á föstudag og skemmdi hann mikið. Tapaði þar með dýrmætum aksturstíma á seinni æfingunni, þar sem langan tíma tók að laga bíl hans. Það er því ýmislegt búið að vinna á móti Hamilton, sem er þó sannur baráttujaxl, en hann hefur engu að síður fallið úr leik í tveimur mótum í röð eftir samstuð við keppinaut í brautinni. Hamilton er meðal fimm ökumanna sem er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1 þegar fjórum mótum er ólokið.
Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira