Erlent

Yanukovych tekur við embætti

Viktor Yanukoych.
Viktor Yanukoych. MYND/AP

Viktor Yanukovych var í morgun vígður í embætti sem forseti Úkraínu. Hann sigraði mótframbjóðanda sinn Júlíu Tymochenko á dögunum en hún heldur því fram að brögð hafi verið í tafli.

Tymochenko neitaði að vera viðstödd athöfnina og það gerði einnig fráfarandi forseti landsins Victor Yushchenko. Alþjóðlegir eftirlitsmenn með kosningunum hafa hins vegar sagt að ekker hafi verið athugavert við framkvæmd kosninganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×