Erlent

Baðst afsökunar á þjáningum

Naoto Kan
Naoto Kan
Hvorki Naoto Kan forsætisráðherra né neinn ráðherra í ríkisstjórn hans lagði leið sína að minnismerki um japanskar stríðshetjur í gær, þegar þess var minnst að 65 ár eru liðin frá lokum seinni heims­styrjaldarinnar.

Þetta er fráhvarf frá langri hefð japanskra ráðamanna, sem hafa jafnan heimsótt minnismerkið í Tókíó á þessum degi þrátt fyrir harða gagnrýni, enda er meðal annars verið að heiðra stríðsglæpamenn á borð við Hideki Tojo, fyrrverandi forsætisráðherra sem var tekinn af lífi 1948.

Þess í stað baðst Kan afsökunar á þeim þjáningum sem styrjöldin olli.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×