Viðskipti innlent

Fagfjárfestar verða mótvægi

FInnur sveinbjörnsson Verði yfirtökutilboð lagt fram í Haga eftir skráningu félagsins í Kauphöll verða aðrir hluthafar að meta hvort þeim finnist það sanngjarnt. Fréttablaðið/valli
FInnur sveinbjörnsson Verði yfirtökutilboð lagt fram í Haga eftir skráningu félagsins í Kauphöll verða aðrir hluthafar að meta hvort þeim finnist það sanngjarnt. Fréttablaðið/valli

Svo kann að fara að fagfjárfestum, svo sem lífeyrissjóðum, verði boðið að kaupa stóran hlut Arion banka í Högum í lokuðu útboði fyrir skráningu félagsins á markað seinni hluta árs og þeir verði mótvægi við aðra hluthafa félagsins sem fá að kaupa í opnu útboði. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir þetta á meðal þeirra hugmynda sem unnið sé með í samráði við erlendan ráðgjafa í útfærslu á útboðsferlinu.

Finnur segir ekkert standa gegn því að einstakir hluthafar og aðilar þeim tengdir geti tryggt sér meira en 30 prósenta hlut í Högum. Gerist það eru þeir skyldir til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð lögum samkvæmt. Aðrir hluthafar munu þá þurfa að vega það og meta, að sögn Finns. Samkvæmt samkomulagi um skráningu Haga fá eigendur og stjórnendur Haga að kaupa allt að fimmtán prósenta hlut Arion banka í Högum. Þar af getur Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss og stjórnarformaður Haga, keypt tíu prósenta hlut.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, og framkvæmdastjórar eiga nú um tveggja prósenta hlut í félaginu. Finnur sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stjórnendur fyrirtækisins og hópur starfsfólks myndu nýta rétt sinn. Erlendir fjárfestar koma ekki að fjárfestingunni, að hans sögn.- jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×