Viðskipti innlent

Telur líklegt að Seðlabankinn kaupi áfram evrubréf

Líklegt er að Seðlabankinn hafi haldið kaupunum áfram, en slíkt er mjög hagkvæmt fyrir hann og þar með ríkissjóð.
Líklegt er að Seðlabankinn hafi haldið kaupunum áfram, en slíkt er mjög hagkvæmt fyrir hann og þar með ríkissjóð.
Ávöxtunarkrafa á skuldabréf ríkissjóðs (í evrum) sem er á gjalddaga 1. desember 2011 heldur áfram að lækka og er nú um 7,8%, en var um 9,15% undir lok mars þegar Seðlabankinn tilkynnti um kaup á bréfum í flokknum. Líklegt er að Seðlabankinn hafi haldið kaupunum áfram, en slíkt er mjög hagkvæmt fyrir hann og þar með ríkissjóð.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir ennfremur að krónan veiktist í síðustu viku og hækkaði gengisvísitalan um 0,63% og endaði samkvæmt opinberu viðmiðunargengi Seðlabankans í 227,93 stigum. Sveiflur hafa minnkað mikið undanfarna mánuði og ljóst er að krónan er í hægfara styrkingarfasa.

Norðurlöndin hafa staðfest að það fé sem þau hafa heitið að lána Íslandi muni berast. Matsfyrirtækið Moody's breytti lánshæfismati ríkisjóðs úr neikvæðum í stöðugar á föstudaginn. Líklegt er að fleiri matsfyrirtæki fylgi í kjölfarið.

Undrun sætir að skuldatryggingaálagið lækki ekki við þessar fréttir og eins að krónan styrkist ekki, þrátt fyrir að ríkissjóður geti auðveldlega greitt upp gjalddaga erlendra lána á árunum 2011 og 2012, að því er segir í Markaðsfréttunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×