Erlent

Treystir ekki Írönum

Óli Tynes skrifar
Íranskt kjarnorkuver.
Íranskt kjarnorkuver.

Yfirmaður kjarnorkueftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna segir að hann geti ekki staðfest að kjarnorkuáætlun Írana sé friðsamleg, þar sem þeir sýni eftirlitsmönnum sínum ekki fulla samvinnu.

Yukiya Amano skammar Írana einnig fyrir að hleypa ekki sumum eftirlitsmönnunum inn í landið og að neita þeim um gögn og aðgang að kjarnorkuverum.

Amano lét þessi orð falla á fundi Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar í dag. Íranar fullyrða að kjarnorkuáætlun þess sé á allan hátt friðsamleg.

Landið býr hinsvegar við refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna fyrir að neita að hætta að augða úran, sem hægt er að nota í kjarnorkusprengjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×