Svavar Gestsson: Alþingi eignist þjóðhagsstofnun Svavar Gestsson skrifar 4. maí 2010 00:01 Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahagsstofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðuneytinu og svo lengi viðskiptaráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga forstöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórnarmyndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoðun undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkisreikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhagsstofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahagsstofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðuneytinu og svo lengi viðskiptaráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga forstöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórnarmyndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoðun undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkisreikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhagsstofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun