Erlent

Fundnir sekir um samkynhneigð

Tveir malavískir karlmenn hafa verið fundir sekir um að vera samkynhneigðir en dómari komst að þeirri niðurstöðu að samband þeirra væri ónáttúrulegt. Samband einstaklinga af sama kyni er óleyfilegt í Malaví og hefur margt samkynhneigt fólk sætt ofsóknum í landinu.

Mennirnir sem eru 26 og 20 ára gamlir hafa setið í fangelsi eftir að þeir héldu táknræna giftingarathöfn í desember. Dómari hefur ekki ákveðið hver refsingin verður en mennirnir eiga yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi.

Mannréttindamálum samkynhneigðra er illa komið í Afríku og í raun bönnuð í öllum ríkjum álfunnar fyrir utan Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×