Handbolti

Vignir og Logi Evrópumeistarar þrátt fyrir tap gegn Kadetten

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Vignir Svavarsson spilaði vel í dag.
Vignir Svavarsson spilaði vel í dag. GettyImages

Vignir Svavarsson og Logi Geirsson urðu Evrópumeistarar bikarhafa í dag þegar liðið lagði Björgvin Pál Gústavsson og félaga hans í Kadetten, samtals 52 - 48. Kadetten vann leikinn í dag 30-28 en það dugði ekki til.

Lemgo vann fyrri leikinn 24-18 og því þurfti Kadetten að vinna með sjö mörkum til að verða Evrópumeistari. Heimavöllur liðsins er afskaplega sterkur og hafði liðið aldrei tapað á heimavelli á tímabilinu.

Kadetten byrjuðu reyndar betur og náðu ágætu forskoti í fyrri hálfleik. Þeir voru fimm mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks en Lemgo náði að skora á lokasekúndunni og minnka muninn í 14-10, sem voru hálfleikstölur.

Lemgo byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að jafna leikinn og komast yfir um miðbik hans. Eftir það var nánast aldrei spurning um að liðið yrði meistari. Kadetten komst aftur yfir en aldrei meira en tveimur mörkum.

Lokatölur í dag 30-28 og samtals 52-48.

Björgvin varði ágætlega í marki Kadetten en hann spilaði ekki allan leikinn. Hann varði tólf skot.

Logi lék ekkert með Lemgo en Vignir spilaði með liðinu og skoraði eitt mark.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×