Erlent

Tvísýnar kosningar í Úkraínu

Yulia Tymeshenko greiddi atkvæði í morgun.
Yulia Tymeshenko greiddi atkvæði í morgun.

Forsetakosningar í Úkraínu eru komnar vel á veg og hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Það eru þau Yulia Tymoshenko, núverandi forsætisráðherra, og Viktor Yanukovych sem berjast um embættið eftir að núverandi forseti Úkraínu, Viktor Yushcenko tapaði í fyrri umferð forsetakosninganna.

Fylkingarnar saka hvor aðra um tilraunir til þess að hagræða úrslitunum. Meðal annars hafa stuðningsmenn Yuliu sakað stuðningsmenn Viktors um bellibrögð í Donetsk héraðinu í Úkraínu með því að koma í veg fyrir að kjósendur greiði Yuliu atkvæði sitt.

Þá hefur Yulia hótað því að fara með stuðningsmönnum sínum út á götur Úkraínu tapi hún í kosningunum. Hún komst til valda eftir að hafa leitt appelsínugulu byltinguna árið 2004 þar í landi.

Hvernig sem fer þá verður mjótt á mununum að mati sérfræðinga. Og flestir eru sammála um að sá sem tapar muni vefengja úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×