Erlent

Lohan grét hástöfum í réttarsal -myndband

Óli Tynes skrifar

Leikkonan Lindsey Lohan grét hástöfum þegar hún var dæmd í níutíu daga fangelsi fyrir drykkjuskap í gær.

Hún var jafnframt skikkuð í þriggja mánaða afvötnun þegar hún hefur setið af sér fangelsisdóminn.

Hin 24 ára gamla leikkona er drykkfelld og meðal annars ekið bíl undir áhrifum áfengis. Vegna þess var búið að dæma hana í áfengisbann og til þess að bera rafrænt öklaband til þess að hægt væri að fylgjast með ferðum hennar.

Með öklabandinu var hægt að kortleggja ferðir hennar á barina. Sem leiddi til dómsins í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×