Handbolti

Spánverjar lögðu Þjóðverja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Nordic Photos/AFP

Spánverjar eygja enn von um að komast í undanúrslit á EM eftir að liðið skellti Þjóðverjum, 25-20, í Innsbruck í dag.

Spánverjar voru mun sterkari aðilinn allan leikinn og sigur liðsins aldrei í hættu. Þjóðverjar virðast hafa lagt niður vopnin á mótinu.

Spánverjar með fimm stig í riðlinum rétt eins og Pólland sem mætir Tékkum á eftir.

Frakkar efstir í riðlinum með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×