Handbolti

Ásgeir Örn: Fæ of mikið af brottvísunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Ásgeir Örn Hallgrímsson. Mynd/Anton

Ásgeir Örn segist ekkert skilja í því af hverju hann hefur fengið jafn margar brottvísanir á mótinu og hingað til.

Í sigrinum á Rússum í dag fékk hann tvisvar sinnum tveggja mínútna brottvísun, rétt eins og Vignir Svavarsson, þó svo að báðir voru varamenn í dag. Ásgeir spilaði þó stærstan hluta leiksins.

„Ég veit ekki hvað við erum alltaf að gera,“ sagði hann og brosti.

„Við erum greinilega svo miklir klaufar. En þetta er greinilega eitthvað sem ég þarf að skoða því mér finnst ég fara út af trekk í trekk fyrir ekki neitt. Það getur vel verið að þetta sé bara klaufaskapur hjá mér.“

„Það getur líka verið dýrt fyrir liðið að ég skuli fara svona mikið út af en það kom sem betur fer ekki að sök í dag.“

„Ég held líka að menn eins og Óli [Ólafur Stefánsson] komist upp með allt aðra hluti en ég. Það gæti líka vel verið að dómarar séu farnir að taka á okkar varnarleik öðruvísi.“

„Mér fannst til dæmis seinni brottvísunin sem ég fékk í dag sérstaklega ströng. Það hefðu margir dómarar sleppt því að dæma á svona lagað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×