Erlent

Hóta því að fella stjórnina

Færeyingar eru afar ósáttir við Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur, sem sagðist á danska þinginu í gær myndu greiða atkvæði með tillögu um nýtt fyrirkomulag hvalveiða á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins síðar í mánuðinum.

Tillagan felur í sér að Ísland, Noregur og Japan fái leyfi til takmarkaðra hvalveiða, en öðrum þjóðum verði það bannað áfram. Þar með sjá Færeyingar ekki fram á að fá að veiða stórhveli nokkurn tímann aftur, en þeir hafa ekki veitt stórhveli í meira en tuttugu ár.

Annar þingmanna Færeyinga á danska þjóðþinginu hefur hótað því að fella fyrir vikið dönsku stjórnina, sem hefur afar nauman meirihluta á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×