Erlent

75 þúsund óþekktar lífverur í hafinu

Óli Tynes skrifar
Þetta örsmáa sjávardýr fannst á 5.400 metra dýpi. Það fékk nafnið Ceratonotus steiningeri og finnst ótrúlega víða.
Þetta örsmáa sjávardýr fannst á 5.400 metra dýpi. Það fékk nafnið Ceratonotus steiningeri og finnst ótrúlega víða.

Eftir tíu ára rannsóknir á lífríki hafsins verður í dag birt skýrsla alþjóðlegs hóps vísindamanna sem hefur tekið þátt í þeim. Þar kemur meðal annars fram að fjölbreytni lífríkisins er margallt meiri en gert var ráð fyrir. Um það bil 250 þúsund plöntur og aðrar lífverur hafa nú verið greindar.

Það sem kemur kannski meira á óvart er að vísindamennirnir telja að enn sé þar að finna uppundir 75 þúsund lífverur sem enginn hafi séð. Þrátt fyrir auðugt lífríki vara vísindamennirnir við því að umgengni manna um hafið sé skelfileg. Mikið tjón sé unnið á lífríkinu með veiðum og mengun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×