Keypti þjónustu rándýrra erlendra tónlistarmanna 10. september 2010 12:00 Rapparinn fékk góða hjálp frá bandarískum kollegum við gerð nýju plötunnar. fréttablaðið/valli Bandaríski rapparinn Chino XL er í gestahlutverki á fyrstu sólóplötu Authentic the Exception, sem heitir réttu nafni Magnús Þór Gylfason. „Það kostaði hálft ár í bið og 1.500 dollara að fá hann. Það þurfti mikið af símtölum og mikið að „fiffa“ til að fá hann,“ segir Magnús, sem hoppaði hæð sína þegar hann samþykkti að taka þátt. „Þetta var stund sem ég var búinn að bíða eftir. Þegar ég fékk símanúmerið og gat verið í beinu sambandi við hann vissi ég að þetta var hann. En að bíða svona lengi var mjög erfitt.“ Chino er stórt nafn innan neðanjarðar hip hop-senunnar í Bandaríkjunum. Hann var uppgötvaður þegar hann var sextán ára af hinum virta upptökustjóra Rick Rubin. Árið 2007 samdi hann við Machete Music sem er í eigu risans Universal. Hópur gestarappara kemur við sögu á plötu Magnúsar, Thoughts Words & Actions, og eru þeir allir bandarískir nema einn, hinn íslenski S. Cro. „Þegar ég gerði plötuna og vildi fá ákveðna listamenn vissi ég að þeir kostuðu 1.000 dollara og sumir meira. Ég vildi fá listamenn sem hafa haft áhrif á mig,“ segir Magnús, sem vann baki brotnu hjá Símanum til að láta drauminn rætast enda var platan algjörlega borguð úr eigin vasa. „Ég vann bara eins og naut til að fjármagna þetta. Ég þurfti að taka mikið af aukavöktum.“ Helmingur taktanna var fenginn frá íslenska upptökustjóranum Fonetic Simbol og hinn frá takt-smiðum frá Tyrklandi, Kólumbíu, Svíþjóð og bandaríska upptökuteyminu Da Beatminerz sem hefur unnið með rapparanum Nas. Magnús Þór, sem er 27 ára Reykvíkingur, leggur mikla áherslu á textagerð í tónlist sinni en lögin sjálf eru undir áhrifum frá Wu-Tang Clan. Hann segist kannast við marga í íslensku hip hop-senunni en vegna enskra texta sinna hefur hann verið þar hálfgerður utangarðsmaður. Magnús flytur til Kanada í nóvember þar sem hann ætlar í hljóðblöndunarnám. Þar ætlar hann að ná enn lengra í rappinu. „Þetta er eins árs nám og síðan ætla ég að reyna að finna vinnu úti og láta tónlistina ganga upp.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Bandaríski rapparinn Chino XL er í gestahlutverki á fyrstu sólóplötu Authentic the Exception, sem heitir réttu nafni Magnús Þór Gylfason. „Það kostaði hálft ár í bið og 1.500 dollara að fá hann. Það þurfti mikið af símtölum og mikið að „fiffa“ til að fá hann,“ segir Magnús, sem hoppaði hæð sína þegar hann samþykkti að taka þátt. „Þetta var stund sem ég var búinn að bíða eftir. Þegar ég fékk símanúmerið og gat verið í beinu sambandi við hann vissi ég að þetta var hann. En að bíða svona lengi var mjög erfitt.“ Chino er stórt nafn innan neðanjarðar hip hop-senunnar í Bandaríkjunum. Hann var uppgötvaður þegar hann var sextán ára af hinum virta upptökustjóra Rick Rubin. Árið 2007 samdi hann við Machete Music sem er í eigu risans Universal. Hópur gestarappara kemur við sögu á plötu Magnúsar, Thoughts Words & Actions, og eru þeir allir bandarískir nema einn, hinn íslenski S. Cro. „Þegar ég gerði plötuna og vildi fá ákveðna listamenn vissi ég að þeir kostuðu 1.000 dollara og sumir meira. Ég vildi fá listamenn sem hafa haft áhrif á mig,“ segir Magnús, sem vann baki brotnu hjá Símanum til að láta drauminn rætast enda var platan algjörlega borguð úr eigin vasa. „Ég vann bara eins og naut til að fjármagna þetta. Ég þurfti að taka mikið af aukavöktum.“ Helmingur taktanna var fenginn frá íslenska upptökustjóranum Fonetic Simbol og hinn frá takt-smiðum frá Tyrklandi, Kólumbíu, Svíþjóð og bandaríska upptökuteyminu Da Beatminerz sem hefur unnið með rapparanum Nas. Magnús Þór, sem er 27 ára Reykvíkingur, leggur mikla áherslu á textagerð í tónlist sinni en lögin sjálf eru undir áhrifum frá Wu-Tang Clan. Hann segist kannast við marga í íslensku hip hop-senunni en vegna enskra texta sinna hefur hann verið þar hálfgerður utangarðsmaður. Magnús flytur til Kanada í nóvember þar sem hann ætlar í hljóðblöndunarnám. Þar ætlar hann að ná enn lengra í rappinu. „Þetta er eins árs nám og síðan ætla ég að reyna að finna vinnu úti og láta tónlistina ganga upp.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira