Erlent

Norðmenn reka fólk úr landi í flugvélaförmum

Óli Tynes skrifar

Það sem af er þessu ári hafa Norðmenn sent 4042 hælisleitendur úr landi. Þrír fjórðu þeirra voru fluttir nauðugir í flugvélum sem lögreglan tók á leigu.

Af þessum hópi voru 890 gerir afturrækir vegna þess að þeir höfðu framið afbrot.

Norðmenn hertu á síðasta ári reglur um landvistarleyfi á þann hátt að fljótlegra er og auðveldara að senda til baka þá sem ekki eru taldir verðskulda hæli í landinu.

Knut Storberget dómsmálaráðherra átti stóran þátt í að semja nýu reglurnar og hefur sætt ámæli fyrir.

Hann segist hinsvegar vera mjög ánægðu með þessar tölur. Hann hafnar því algerlega að nýju reglurnar séu ómannúðlegar.

Þvert á móti sé það mannúðlegt að leysa fljótt úr málum manna frekar en láta þá hanga í óvissu árum saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×